Karlakór Miðneshrepps (1951-64)

Karlakór Miðneshrepps

Upplýsingar um Karlakór Miðneshrepps (stundum einnig nefndur Karlakór Miðnesinga) eru af afar skornum skammti en svo virðist sem kórinn hafi starfað á árunum milli 1951 og 1964, líklega nokkuð samfleytt. Miðneshreppur er nú á dögum nefndur Sandgerðisbær dags daglega.

Þrátt fyrir að kórinn hafi ekki mörg starfsár að baki komu margir stjórnendur við sögu hans, sr. Eiríkur Brynjólfsson (1951), Magnús Pálsson (1952), Karl Jónatansson harmonikkuleikari (1953), Guðmundur Jóhannsson (1954 til 58 líklega), og þeir Guðmundur Norðdahl og Þórir Baldursson 1964. Ástæða þess að kórinn var að lokum lagður niður var líklega sú að Karlakór Keflavíkur hafði verið stofnaður 1953 og smám saman fóru meðlimir kórsins að tínast þangað.

Allar frekari upplýsingar um Karlakór Miðneshrepps væru vel þegnar.