
Valgerður Guðnadóttir
Kvennakórinn Kyrjurnar heldur jólatónleika sína í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 11. desember nk. klukkan 20 og verða þeir undir yfirskriftinni „Ég man þau jólin…“. Á tónleikunum mun kórinn syngja jólalög úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend.
Einsöngvari með kórnum á fimmtudagskvöldið verður Valgerður Guðnadóttir og við píanóið situr Helgi Már Hannesson. Stjórnandi Kyrjanna er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir.
Miðaverð á tónleikana er kr. 3000.














































