Dansband Eimskipa (1927-28)

Dansband Eimskipa

Dansband Eimskipa

Litlar upplýsingar finnast um Dansband Eimskipa en það mun hafa verið starfandi fyrir eða um 1930.

Dansbandi Eimskipa mun hafa verið stjórnað af Karli O. Runólfssyni fiðlu- og trompetleikara en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Auðbjörn Emilsson bassahornleikari, Björn Marinó Björnsson básúnuleikari, Eggert Jóhannesson trompetleikari, Aage Lorange píanóleikari og Björn Jónsson saxófónleikari.

Þessi sveit mun hafa verið skipshljómsveitin á gamla Gullfossi á árunum 1927 og 28 að minnsta kosti en þeir félagar léku undir borðhaldi og fyrir dansi á skipinu. Hljómsveitin lék frítt en þeir voru á fæði og gistingu um borð, þeir fengu hins vegar alla innkomu af dansleikjum sem haldin voru í landi á þeim stöðum sem Gullfoss kom að landi.