Pláhnetan, Pops og fleiri sveitir í gagnagrunninn

Pláhnetan 1994

Pláhnetan

Síðustu mánuðina hefur minna borið á nýju efni í gagnagrunni Glatkistunnar enda sumarið í fullum gangi. Síðan um mánaðamót maí og júní hafa þó sextíu nýir flytjendur (hljómsveitir og annað tónlistartengt efni) bæst við gagnagrunninn, megnið þó í ágúst.

Þarna má nefna hljómsveitir eins og Pónik, Possibillies, Póker, Pláhnetuna, Pís of keik og Pops svo dæmi séu tekin en eins og glöggt má sjá er enn verið að vinna í P-inu. Nú í september lýkur P-yfirferðinni í bili (hér hefur einungis verið ritað um efni fram til aldamóta) og í kjölfarið tekur við bókstafurinn N.

Meðal P-flytjenda sem muna koma inn í gagnagrunninn í september má nefna Púngó & Daisy, Purrk Pillnikk, Pýþagóras og Púff.