
Anný Ólafsdóttir
Anný Elsa Ólafsdóttir er án efa ein af fyrstu barnastjörnum íslenskrar tónlistarsögu. Hún söng inn á tveggja laga jólaplötu sem gefin var út af Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur 1952 en hún var þá aðeins ellefu ára gömul. Í kjölfarið söng hún víða á skemmtunum næstu tvö árin.
Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Anný.














































