Afmælisbörn 10. janúar 2015

Sverrir Guðjónsson

Sverrir Guðjónsson

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni:

Sverrir Guðjónsson kontratenór er 65 ára, hann var snemma viðloðandi tónlist á æskustöðvum sínum á Hellissandi, söng sjö ára á söngskemmtun við undirleik föður síns (Guðjóns Matthíassonar) og söng inn á tvær litlar plötur aðeins tólf ára gamall. Hann nam söng hér heima og á Bretlandseyjum og hefur síðan sungið inn á fjölmargar plötur, bæði undir eigin nafni og annarra, sem einsöngvari. Hann er einn af stofnendum Voces Thules. Sverrir söng með sveitum á yngri árum s.s. Pónik og þjóðlagatríóinu Þremil. Þess má geta að Sverrir lék á trommur á nokkrum plötum sem Guðjón faðir hans kom að, en Sverrir var þá barn að aldri, um tólf ára gamall.