Vorið 1992 var hljómsveit skipuð fremur ungum meðlimum sem bar þetta nafn.
Líklegt má telja að nafn sveitarinnar megi rekja til þess að í byrjun þessa sama árs hafði komið upp mál þar sem videóspóla með Strumpunum komst í fjölmiða en hún hafði að geyma svæsið klámefni, í kjölfarið hafði Pressan slegið upp nafninu Æstistrumpur í frétt um málið.
Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar og líklegt er að hún hafi lognast útaf fljótlega.














































