Hljómsveitin Amor hélt uppi stuðinu í Vogaskóla (og líklega einnig Austurbæjarskóla) á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar.
Sveitin hafði að geyma nokkra valinkunna meðlimi en þeir voru Tómas M. Tómasson bassaleikara og söngvara (sem síðar varð þekktari með Stuðmönnum og Þursaflokknum), Sigurður Valgeirsson trommuleikari (Spaðar o.fl.) síðar fjölmiðlamaður, Flórentínus Marteinn Jensen gítarleikari og Sigurður Bragason gítarleikari. Þá mun trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson (síðar Stuðmaður) hafa verið meðlimur hennar árið 1969.
Amor starfaði líklega á árunum 1965-69, mitt í Bítlabrjálæðinu og er líklegt að einhver mannaskipti hafi orðið í henni á einhverjum tímapunkti. Allar aðrar upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.














































