Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Braga sem starfaði á Dalvík.
Svo virðist sem kórinn hafi verið stofnaður snemma á fjórða áratug liðinnar aldar af Jóhanni Tryggvasyni, sem hafi svo stýrt honum lengst af. Stefán Bjarman hafi tekið við kórstjórninni árið 1937 og stýrt kórnum í tvö eða þrjú ár áður en hann hætti störfum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra stjórnendur hans eða hversu fjölmennur hann var.














































