Afmælisbörn 14. febrúar 2016

Víkingur Heiðar Ólafsson2

Víkingur Heiðar Ólafsson

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni:

Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er þrjátíu og tveggja ára en hann þekkja allir. Víkingur nam í Bandaríkjunum og hér heima, lauk meistaranámi í píanóleik 2008 frá Juillard og hefur unnið allan af verðlaunum í listgrein sinni. Hann hefur ennfremur gefið út og leikið á plötur, annast tónlistarþáttagerð í sjónvarpi og rekið eigið útgáfufyrirtæki.