Naust-tríóið (1954-70)

Naust tríóið

Naust-tríóið

Naust-tríóið var húsband veitingastaðarins Naustsins við Vesturgötu og starfaði þar allt frá opnun staðarins haustið 1954 og líklega til ársins 1970 í alls sextán ár.

Tríó Naustsins var líkast til skipað sama mannskapnum alla tíð, í upphafi var talað um að þeir yrðu þar tveir til þrír en líklega voru þeir alltaf þrír, Carl Billich píanóleikari sem stjórnaði sveitinni, Jan Morávek fiðluleikari og Pétur Urbancic kontrabassaleikari. Þeir störfuðu á sama tíma með ýmsum öðrum hljómsveitum en höfðu Naustið einnig sem fastan punkt.