Narsissa [1] (1994-97)

Hljómsveitin Narsissa var starfandi innan Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og var skipuð ungum hljómlistarmönnum þar í bæ. Meðlimir sveitarinnar voru Sara Helgadóttir sönkona og kassagítarleikari, Valdimar Júlíusson gítarleikari og söngvari, Ágúst Böðvarsson bassaleikari, Hjörtur Birgisson trommu- og gítarleikari og Erdna Varðardótir söngkona. Ólafur Zophoníasson hljómborðsleikari bættist fljótlega í hópinn. Alli [?] mun einnig hafa verið í…

Nanna Egilsdóttir (1914-79)

Nanna Egilsdóttir var söngkona og hörpuleikari sem átti viðburðaríka ævi. Nanna fæddist í Hafnarfirði 1914, hún var tvíburasystir Svanhvítar Egilsdóttur sem einnig lagði fyrir sig söng en þær systur lokuðust niðri í Austurríki við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari haustið 1939 en þar voru þær starfandi. Nanna hafði farið 1933 til Þýskalands til að nema söng og…

Náttfari [1] (um eða eftir 1930)

Um eða eftir 1930 var starfandi kór á Húsavík undir nafninu Náttfari en hann mun þó ekki hafa verið langlífur. Engar upplýsingar er að finna um Náttfara sem ku hafa verið fremur fámennur kór en meðlimir hans skipuðu síðan kjarnann í Karlakórnum Þrym [2] sem Friðrik A. Friðriksson og fleiri stofnuðu haustið 1933.

Nágrinda (1993)

Hljómsveitin Nágrinda starfaði að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit.

Nautn (1982)

Árið 1982 starfaði hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Nautn. Meðlimir þessarar sveitar voru Finnur Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson gítarleikari, Arnþór Sigurðsson bassaleikari Guðjón [?] trommuleikari og Þórhildur Þórhallsdóttir söngkona.

Naust-tríóið (1954-70)

Naust-tríóið var húsband veitingastaðarins Naustsins við Vesturgötu og starfaði þar allt frá opnun staðarins haustið 1954 og líklega til ársins 1970 í alls sextán ár. Tríó Naustsins var líkast til skipað sama mannskapnum alla tíð, í upphafi var talað um að þeir yrðu þar tveir til þrír en líklega voru þeir alltaf þrír, Carl Billich…

Namm (1990-96)

Hljómsveitin Namm frá Akureyri var áberandi í skemmtanalífinu norðan heiða en sveitin var hreinræktuð ballhljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og framan af voru meðlimir hennar Viðar Garðarsson bassaleikari (Drykkir innbyrðis o.fl.), Karl Petersen trommuleikari (Opus, Na nú na o.fl.), Hlynur Guðmundsson gítarleikari (Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar o.fl.), Sigfús Arnþórsson hljómborðsleikari (Möðruvallamunkarnir o.fl.) og Júlíus Guðmundsson söngvari…

Name-it (1995)

Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.

Afmælisbörn 17. september 2016

Tónlistartengdu afmælisbörnin eru tvö í þetta skiptið, bæði eru látin: Guðmundur Thoroddsen (1952-96) hefði átt afmæli á þessum degi en hann var einn meðlima hljómsveitarinnar Diabolus in musica, sem gaf út tvær plötur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þar lék Guðmundur á hin ýmsu hljóðfæri svo sem píanó, harmonikku, slagverkshljóðfæri og klarinettu auk…

Afmælisbörn 16. september 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Sjálfur orkuboltinn Ómar Ragnarsson er sjötíu og sex ára í dag. Fáir hafa komið jafn víða við í lífinu og Ómar en hann hefur fengist við fréttamennsku, þáttagerð, rallakstur, flugmennsku, skemmtanahald og tónlist auk þess að vera einn þekktasti náttúruverndarsinni okkar Íslendinga. Ómar hefur sungið á…

Afmælisbörn 14. september 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Afmælisbörn 13. september 2016

Tvö afmælisbörn koma við sögu íslenskrar tónlistar í dag á lista Glatkistunnar: Andrea Gylfadóttir söngkona er fimmtíu og fjögurra ára. Andrea hafði lagt stund á söng og sellóleik þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina Grafík og tók þar við af Helga Björnssyni. Þar sló hún í gegn og í kjölfarið styrkti hún stöðu sína…

Afmælisbörn 12. september 2016

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorbjörn (Tobbi) Sigurðsson hljómborðs-, gítarleikari og söngvari er þrjátíu og sjö ára gamall. Fáir hafa spilað með jafn mörgum hljómsveitum og Þorbjörn en meðal þeirra sem hafa notið þjónustu hans eru Byltan, Írafár, Tristian, Dr. Spock, Ensími, Jeff who?, Motion boys og Mugison bandið. Hann hefur…

Nafnið (1970-76)

Hljómsveitin Nafnið starfaði í Borgarnesi um árabil, gerði út á sveitaböllin og var einkum sterk á heimaslóðum. Nafnið var stofnuð í upphafi árs 1970 og var í byrjun fjögurra manna sveit, Vignir Helgi Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Kristján Helgason bassaleikari og Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari voru þrír meðlima hennar en nafn þess fjórða er ekki…

Naboens rockband (1984-88)

Hljómsveitin Naboens rockband starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar en kom örsjaldan fram opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Már Ólafsson söngvari og gítarleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari, Ægir Sævarsson bassaleikari og Friðrik Jónsson hljómborðsleikari. Naboens rockband hafði verið stofnuð 1984 (jafnvel 1985) en kom fyrst fram á sviði 1988, þá tvívegis.…

Nabblastrengir (1989-90)

Hljómsveitin Nabblastrengir (Umbilical cords) úr Ölduselsskóla í Hafnarfirði hvarf jafnskjótt og hún birtist í íslensku tónlistarlífi en hún sigraði Músíktilraunir og virtust allir vegir færir. Sveitin var stofnuð haustið 1989 í Hafnarfirði en um vorið 1990 mætti hún til leiks í Músíktilraunir Tónabæjar og Rásar 2 undir nafninu Nabblastrengir (sums staðar ritað Naflastrengir). Valdimar Gunnarsson…

Nafnlausa hljómsveitin [5] (2005)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2005. Meðlimir þessarar sveitar voru Sváfnir Sigurðarson, Kjartan Guðnason, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Þórir Jóhannsson og Sigurgeir Sigmundsson. Engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.

Nafnlausa hljómsveitin [4] (2000)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á Akureyri árið 2000. Þetta mun hafa verið sjö manna band sem innihélt tvær söngkonur, Hrönn Sigurðardóttir og Svava Friðriksdóttir önnuðust þann þátt en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Nafnlausu hljómsveitarinnr.

Nafnlausa hljómsveitin [3] (1993)

Engar upplýsingar er að finna um Nafnlausu hljómsveitina sem lék á fjölskylduskemmtun á Kirkjubæjarklaustri á þjóðhátíðardaginn 1993, hún gæti líklega hafa verið af svæðinu. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Nafnlausa hljómsveitin [2] (1987)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit undir nafninu Nafnlausa hljómsveitin árið 1987 og lék hún m.a. á skemmtun tengdri afmæli Akureyrarbæjar um sumarið. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar norðlensku sveitar.

Afmælisbörn 11. september 2016

Glatkistan hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn á þessum degi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðinugr er sjötíu og tveggja ára gömul í dag. Ásthildur starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún um tíma með hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) og…

Afmælisbörn 10. september 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö á þessum degi: Gerður (Guðmundsdóttir) Bjarklind er sjötíu og fjögurra ára gömul í dag. Gerður kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu haustið 1961, starfaði fyrst á auglýsingadeildinni eða til ársins 1974 en einnig sem útvarpsþulur og dagskrárgerðarkona, hún stýrði til að mynda þáttunum Lögum unga fólksins og Óskastundinni, en hún kom einnig…

Afmælisbörn 9. september 2016

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari er fimmtíu og fimm ára gamall. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór hefur einnig…

N.O.T. (1993)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina N.O.T., sveitin lék á tónleikum í miðbæ Reykjavíkur sumarið 1993 og er því giskað á að hún hafi verið af höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um meðlimi N.O.T. óskast sendar Glatkistunni.

N.A.S.T. (1981-82)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina N.A.S.T. (Nast) úr Kópavogi en sveitin var ein þeirra pönksveita sem spratt upp úr þeirri bylgju upp úr 1980. N.A.S.T. var stofnuð vorið 1981 og fáeinum vikum síðar lék sveitin opinberlega. Hátindi frægðar sveitarinnar var síðan náð þegar hún lék ásamt fleiri pönk- og nýbylgjusveitum á tónleikum um…

N.E.F.S. [félagsskapur] (1981)

Tónlistarklúbburinn N.E.F.S. starfaði um fárra mánaða skeið haustið 1981 en klúbburinn hafði það að markmiði að efla lifandi tónlistarlíf á höfuðborgarsvæðinu. Skammstöfunin N.E.F.S. stóð fyrir Ný [og] efld Félagsstofnun stúdenta og var sett á laggirnar um haustið 1981 en undirbúningur hafði staðið yfir að stofnun klúbbsins frá því um sumarið, SATT (Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna),…

N. á nýrómantík (1987-89)

Hljómsveitin N. á nýrómantík (Enn á ný rómantík) var starfrækt á Akureyri á síðari hluti níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var stofnuð sumarið 1987 og voru þá í henni Haraldur Davíðsson söngvari, Pétur Eyvindsson gítarleikari, Kristinn Torfason bassaleikari og Haukur Pálmason trommuleikari. Þeir voru allir tæplega tvítugir. Vorið 1988 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og…

Na nú na (1996-97)

Á árunum 1996 og 97 var starfandi djasshljómsveit á Akureyri undir nafninu Na nú na (Nanúna) en hún hafði verið stofnuð haustið 1996. Sveitin kom þó ekki fram opinberlega fyrr en vorið eftir þegar Jazzklúbbur Akureyrar var endurreistur eftir nokkra ládeyðu. Þá voru í Na nú na Karl Petersen trommuleikari, Stefán Ingólfsson bassaleikari, Heimir Freyr…

NA 12 (1987-96)

Djasskórinn NA 12 eða Norð-austan 12 var starfræktur á Húsavík um áratuga skeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar. Um var að ræða tólf manna blandaðan kór sem lagði áherslu á djassaðan flutning á léttri tónlist. Kórinn var stofnaður haustið 1987 og var stjórnandi hans í upphafi Line Werner en hún stýrði honum til…

Afmælisbörn 8. september 2016

Fimm afmælisbörn eru í Glatkistu dagsins: Fyrstan skal telja Gunnlaug Briem sem á fimmtíu og fjögurra ára afmæli, hann var lengi þekktastur fyrir trommuframlag sitt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig verið í sveitum eins og Ljósunum í bænum, Park project, Dúndrinu, Model, Ófétunum og Mannakornum. Gunnlaugur hefur auk þess gefið út nokkrar sólóplötur…

Adam átti syni sjö

Adam átti syni sjö (Lag / texti: þjóðlag / þjóðvísa) Adam átti syni sjö, sjö syni átti Adam. Adam elskaði alla þá og allir elskuðu Adam. Hann sáði, hann sáði. Hann klappaði saman lófunum, hann stappaði niður fótunum, hann ruggaði sér í lendunum og sneri sér í hring. [á fjölmörgum jólaplötum]

Afmælisbörn 7. september 2016

Að þessu sinni eru afmælisbörnin fjögur talsins: Heiðar Örn Kristjánsson er fjörutíu og tveggja ára. Eins og flestir muna er hann einn af Pollapönks genginu sem fór í Eurovision keppnina 2014 en hann var líka í Botnleðju sem sigraði Músíktilraunir 1995, gáfu út plötur og herjuðu á Bretlandaseyjar um tíma undir nafninu Silt, hann var…

Pýþagóras (1994-95)

Hljómsveitin Pýþagóras starfaði á höfuðborgarsvæðinu fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar og keppti tvívegis í Músíktilraunum Tónabæjar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en hún keppti í Músíktilraunum vorið 1994 og spilaði þar eins konar fönkrokk, þá eru sagðir vera í sveitinni Birgir Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hlynur Rúnarsson trommuleikari og söngvari og Einar…

Púrusottam (1980)

Árið 1980 starfaði skammlíf hljómsveit með hið einkennilega nafn Púrusottam, sveitin var stofnuð um vorið og var líklega eingöngu hugsuð til að leika á Miðsumarvöku sem var lista- og skemmtidagskrá Þjóðmálahreyfingar Íslands en farið var með þá dagskrá hringinn í kringum landið um sumarið. Púrusottam var sjö manna band og þar á meðal voru tvær…

Púkó og Gummi (1976)

Púkó og Gummi var hljómsveit nokkurra unglinga sem starfaði í Reykjavík að öllum líkindum í kringum 1976, aðeins er vitað um Eyjólf Kristjánsson (Eurovision-fara o.m.fl.) sem einn af meðlimum sveitarinnar. Sveitin mun hafa komið fram opinberlega í eitt skipti á sínum tíma en var endurvakin árið 2007 og kom þá einnig fram. Allar frekari upplýsingar…

Púkó & Crazy (?)

Hljómsveitin Púkó & Crazy mun hafa verið starfandi á Vestfjörðum einhverju sinni, hvenær eða hvar nákvæmlega liggur engan veginn fyrir og væru því allar upplýsingar varðandi það mjög vel þegnar.

Afmælisbörn 6. september 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Sverrir Ólafson (Sverrir Stormsker) er fimmtíu og þriggja ára gamall. Sverrir hefur í gegnum tíðina gefið út um tuttugu plötur og ljóðabækur en frægðarsól hans reis hvað hæst fyrir 1990, þá átti hann hvern stórsmellinn á fætur öðrum s.s. Horfðu á björtu hliðarnar, Þórður, Við erum við,…

Snorri Helgason á fyrstu Blikktrommu haustsins

Tónleikaröðin Blikktromman hefur nú sitt annað starfsár en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með…

Afmælisbörn 5. september 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag, bæði eru látin: Sjálfur Kristján Kristjánsson (KK) saxófónleikari hefði átt þennan afmælisdag. Hann fæddist 1925, lærði á harmonikku, klarinettu og saxófón hér heima og í Bandaríkjunum, hann er kunnastur fyrir hljómsveit sína, KK sextettinn sem hann starfrækti um fimmtán ára skeið en sveitin var vinsælasta danssveit landsins og með…

Afmælisbörn 4. september 2016

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og eins árs á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…

Afmælisbörn 3. september 2016

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru tvö talsins á þessu degi: Bergur Thomas Anderson bassaleikari er tuttugu og átta ára gamall. Bergur Thomas birtist fyrst í Músíktilraunum um miðjan síðasta áratug með hljómsveitum eins og Mors og Sudden failure 3550 error error en fyrsta þekkta sveit hans var Big kahuna, í kjölfarið kom Sudden weather change en…

Púff (1991-94)

Hljómsveitin Púff var ein af efnilegum sveitum sem kom fram á sjónarsviðið snemma á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar og átti sinn þátt í að breyta nokkru popptónlistarlandslaginu á Íslandi í kjölfar dauðarokkssenunnar sem þá var var í andaslitrunum en árin á undan því höfðu nokkuð einkennst af ládeyðu í íslenskri tónlist. Púff ól þannig af…

Putrid (1991)

Hljómsveitin Putrid starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1991 og var skipuð fremur ungum tónlistarmönnum, Bogi Reynisson (Stjörnukisi, SSSpan o.fl.) var einn þeirra en ekki liggur fyrir hvort hann söng eða lék á bassa. Upplýsingar um aðra meðlimi Putrid vantar ennfremur.

Purrkur Pillnikk – Efni á plötum

Purrkur Pillnikk – Tilf [ep] Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: Gramm 1 Ár: 1981 1. Tíminn 2. Slöggur 3. Læknir 4. Gleði 5. Andlit 6. Tilfinning 7. Þreyta 8. Grunsamlegt 9. Ást 10. John Merrick Flytjendur: Einar Örn Benediktsson – söngur Ásgeir Bragason – trommur Bragi Ólafsson – bassi Friðrik Erlingsson – gítar Purrkur Pillnikk – ehgjI…

Purrkur Pillnikk (1981-82 / 2023-)

Purrkur Pillnikk er klárlega ein allra afkastamesta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en hún starfaði í tæplega eitt og hálft ár og gaf út á þeim tíma fjórar plötur með samtals fjörutíu lögum, þess má geta að sveitin starfaði langt frá því samfleytt þann tíma. Purrkurinn var stofnaður þann 8. mars 1981 í því skyni að leika…

Purpurarauðir demantar (um 1990)

Elínborg Halldórsdóttir (Elly, jafnan kennd við Q4U) mun einhverju sinni hafa verið í hljómsveit sem bar heitið Purpuralitir demantar. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en reikna má með að hún hafi verið starfandi á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða fyrri hluta þess tíunda.

PS músík [útgáfufyrirtæki] (1991-92)

Útgáfu- og dreifingarfyrirtækið PS músík starfaði um tveggja ára skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar. PS músík sem var í raun systurfyrirtæki Steina var hlutafélag Jónatans Garðarssonar, Sigurjóns Sighvatssonar og Péturs W. Kristánssonar en sá síðast taldi var í forsvari fyrir fyrirtækið. Tilgangur PS músíkur var að safna og eignast útgáfurétt af tónlist en…

Afmælisbörn 2. september 2016

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hans (Þór) Jensson saxófónleikari er sjötíu og fimm ára gamall. Hans lék lengstum með Lúdó sextettnum (áður Plútó/Plúdó) en mun einnig hafa leikið með sveitum eins og Hljómsveit Ólafs Gauks og Hljómsveit Elfars Berg. Heimildir segja að hann hafi verið einn af stofnendum Samkórs Mýramanna og stjórnað…