Sigurþór vélstjóri

Sigurþór vélstjóri (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)                                 Hetja Íslands klífur sollinn sæ einn með ungum orðinn hálfgert hræ. Hryggur vélstjóri með úfinn haus, veit að frúin gengur laus en þetta er lífið sem hann kaus. Litglöð stendur hún og drekkur dræ, daðursleg á leið í Glæsibæ. Draumur lífsins þarna inni býr, gleðin yfir hverjum fýr…

Beðið eftir Fimmunni

Beðið eftir Fimmunni (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Það er ys, það er þys, það er ys og þys á laugardagskvöldi í Reykjavík. Það er ys og þys um borgina alla, lögregluþjónarnir veifa og kalla. Virtari þegnar í partíum svalla meðan skítugir rónar um göturnar lalla. Það er ys, það er þys í Reykjavík. Borgin…

Það stirnir á goðin

Það stirnir á goðin (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Þarna‘ er stjarnan sem spratt upp úr íslensku grálúðuslori, líkt og flugan hún flögrar um íslenskan glansmynda heim. En flugan sem skríður úr skítnum lifandi að vori, að haustinu leggst hún á bakið í gluggann og deyr. Viðlag Það stirnir á goðin, það stirnir á goðin.…

Sumarliði er fullur

Sumarliði er fullur (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég veit allt, ég get allt, geri allt miklu betur en fúll á móti. Ég kann allt ég skil allt, fíla allt miklu betur en fúll á móti. Smíða skútu, skerpi skauta, bý til þrumu ost og grauta. Haltu kjafti. Ég sé allt, ég má allt, brugga…

Gjalddagi í dag

Gjalddagi í dag (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Það er gjalddagi í dag, á sæluna sem tók ég út í nótt, tók til þess að komast upp á topp. Ég þarf að þjást í dag, þetta á sér fylgifag, þú hefðir átt að hljóða og segja stopp. Það er gjalddagi í dag, á reykinn sem…

Sumarliði á móti

Sumarliði á móti (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Þegar Sumarliði flutti hér í götuna og byrjaði að þvo og bóna Löduna, dásemdin og léttleikinn sem hérna hafði ríkt roluskapur nefnist nú og sambúðin er sýkt. Meðan frúin svælir Raleigh og spáir í sín spil, Sumarliði skúrar allt og þvær og tekur til. Taumlaus er hans…

Þjóðhagslega hagkvæmur

Þjóðhagslega hagkvæmur (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Fulltrúi framkvæmdastjóra rís upp við dogg, dragskakkur almúgur undrandi gerir það líka. Útfríkað ungviðið heimtar mat í sinn gogg og forystugreinarnar spjalla um blanka og ríka. Spæld eru eggin, harðsoðin, sum étin hrá, fulltrúinn fílar sig graðann og þjónustar kviðinn. Ristaðar brauðsneiðar fljúga um heiðloftin blá og andfýlan…

Veðurhorfur næsta sólarhring

Veðurhorfur næsta sólarhringinn (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Nú er úti veður vont, verður allt að klessu. En Vindur veðurfræðingur skellihlær að þessu. Því nú fer allt að fjúka, allt að fjúka, eitthvað út í bláinn, eitthvað út í bláinn. Fjúka vísaeyðublöð, eitthvað út í bláinn. Skuldseig kerling verður glöð, því stöðugt versnar spáin. Nú…

Hrúturinn (hamingjunni að þakka)

Hrúturinn (Hamingjunni að þakka) (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Það er hamingjunni að þakka, að við eigum þetta hús. Við keyptum fimm slátur í pakka og minnkuðum allt bús. Það er hamingjunni að þakka, að við eigum nýjan bíl, hund og ótal krakka og hugsjónir í stíl. Það er hamingjunni að þakka að saman skyldum…

Voða, voða stór

Voða, voða stór (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ef tætirðu niður allt nútímastöffið, stendur í fæturnar alveg eins og ljón. Bendir á misgjörðir, bendir á blöffið, vinnur á velferðarskútunni tjón þá verðurðu voða voða voðalega stór. Þú bendir á væmni og vitstola karla, kerfið sem allt saman hryggir þinn hug þig hungrar í efni sem…

Venjulegur maður

Venjulegur maður (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég er venjulegur maður í venjulegum fötum, í dag át ég hænu. Ég bora í nefið á mér og bíð eftir grænu. Ég er venjulegur maður í venjulegum fötum, í dag át ég karfa. Hjá Junior Champers og Lions ég hef nóg að starfa. Ég er venjulegur maður…

Sumarliði er skilinn

Sumarliði er skilinn (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Hvað hef ég til saka unnið, sem veldur því að ég er alltaf einn. Er ég þurr og þyngslalegur, er ég ekkert skemmtilegur. Er ég ekki nógu hreinn og beinn. Eldur hjartans hefur brunnið og mikið vatn til sjávar runnið, frá því að ég síðast kyssti þig.…

Sunnudagsmorgunn

Sunnudagsmorgunn (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Sunnudagsmorgunn og pabbi minn liggur í rúminu, rauðeygður, rámur og risið á honum er lágt. Mamma er frammi, skuggaleg er hún í húminu það skilja svo fáir í heiminum hvað hún á bágt. viðlag Það voru gestir hjá þeim í alla nótt. Það voru gestir hjá þeim í alla…

Týndi popparinn

Týndi popparinn (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég er poppari, sviðsvanur hoppari, ég ferðast um foruga fjallvegi á ónýtum bíl. Ég er poppari, samlokudroppari, ég hakka í mig umbann ef gerir hann vonlausan díl. Húsið er svo lítið en bandið er svo stórt svo rótargengið og allir geti tórt, ég verð að fylla það, taka…

Ég sel það ekki dýrara

Ég sel það ekki dýrara (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég frétti að Gunna væri kasólétt, ég frétti eitt miklu verra en það. Ég frétti, ég frétti, já ég frétti vinur minn að hún gæti ekki feðrað krógann sinn. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, ég sel það ekki dýrara en ég…

Kveldúlfur

Kveldúlfur (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Hann vinnur við að selja börnum svartan skít og bús, staddur hér, staddur þar. Þetta er fyrirmyndarmaður, hann á kerlingu og hús, hún blaðrar hér, bullar þar. Þau eiga börn sem brosa blítt og ástunda sitt nám, nýta vel hverja stund. Stelpan dansar ballet, brosleg tiplar hún á tá,…

Ungfrú Ísland (álit dómnefndar)

Ungfrú Ísland (álit dómnefndar) (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ungfrú Ísland má ekki vera voða, voða feit. Ungfrú Ísland má ekki vera kiðfætt, ekki sveitt. Hún má engin þyngsli bera því þá fær hún kálfa svera. Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland má ekki brosa voða, voða skakkt. Ungfrú Íslands hún ganga þarf með bossahnykk og í…

Frumsýningartýpan

Frumsýningartýpan (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Mig langar til að verða frumsýningartýpa. Mig langar til að vera velkomin og töff. Ég myndi fegins hendi tækifærin grípa, ég myndi reyna að vera hressileg og röff. Mynd í blaði, fólk í fréttum, frumsýningarstaupið. Ég heilsa vinum í æðri stéttum og kemst kannske í áramótaskaupið. Módelkjóll, módelfesti, módeltýpa…

Stúdentshúfan

Stúdentshúfan (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Þegar fyrirmyndarbarnið hætti að læra heima og skellti sér með dúndurkrafti í trukkið. Þá fyrirmyndarforeldarnir reyndu því að gleyma og helltu sér með sama krafti í sukkið. Svekkt og sár, hún mútta fellir tár, það verður engin stúdentshúfa‘ í ár. Og fyrirmyndarforeldrarnir fengu sér í staupið og töluðu með…

Í fylgd með fullorðnum

Í fylgd með fullorðnum (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég er svo hissa, hve sú skyssa, sem að stríðið var, nú hefur mikinn ljóma, og hve tímans tönn með góðri hjálp frá mönnum tekst að milda alla dóma. Ég er hissa‘ á því hvað mjói karlinn, getur orðið voldugur og breiður. Mér finnst svo skrítið,…

Þykkvabæjarþankar

Þykkvabæjarþankar (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég er markaðshyggjuglöggur, mjög svo skemmtilegur skröggur, einn ég veit hvar prútta skal næst. Ég er brjálaður og bjartsýnn aldrei þungbúinn og svartsýnn, sýni þér, hvað öll hamingjan fæst. Viðlag Í Þykkvabæjarstrápilsum við dönsum þennan skemmtilega dans. Í Þykkvabæjarstrápilsum við dönsum þennan niðurgreidda dans. Ég vil Þykkvabæjar franskar, með…

Ást í yfirtíð

Ást í yfirtíð (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég er að reyna að bjalla á kontórinn með tól á kinn, ekkert svar. Á ég í bræði að brjótast þangað inn með atgeir minn, ertu þar? Er það satt sem ég heyri, er það satt sem ég sé, er það satt? Viðlag „Þegar ég er í…

Ég er ekki alki

Ég er ekki alki (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég er ekki nærri eins blautur og margir halda. Ég er ekki einn af þeim sem er með mas. En ég viðurkenni vel að ég fæ mér þó í glas. Ég viðurkenni jú, að það kostar stundum þras, en ég er ekki alki fyrir fimm aura.…

Tólftommutöffarar

Tólftommutöffarar (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Tólftommutöffarinn í útvarpinu talar oní lagið sem að minnir mig á þig. Ég ætlaði að segja eitthvað reglulega rómó en hamborgaratilboðið truflaði mig. Ringlaður ráðherrann í sjónvarpinu raupar út af einhverju sem varðar mig og þig. Ég ætlaði að segja eitthvað reglulega póló en hamborgaratilboðið truflaði mig. Viðlag Hamborgaratilboðið…

Endurtekningarlagið

Endurtekningarlagið (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég er í vanda með Jón bróður minn, þetta er allt í lagi þegar hann þegir. En þegar hann talar þá versnar í því. Því hann endurtekur allt sem hann segir. Þegar við komum á bæ upp í sveit, hann klúðraði öllu með orðum. Og bóndinn þar brjálaður á…

Ljóð um þig

Ljóð um þig (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Sumir brosa sjaldan, aðrir bara nokkuð oft. Þú liggur bara þarna og hissa gónir upp í loft. Þessi risastóru andlit sem alltaf eru að geifla sig. Þau heyra til því sómafólki sem á að fæða og klæða þig. Þú heyrir skrýtnar raddir. Þær skammast út af pólitík.…

Ég er ekki frá því

Ég er ekki frá því (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)   Ég vakna, bara til að sakna. Ég sofna, bara til að dofna. Haustregnið fyllir minn huga að tárum. Hatursfull fórstu frá mér fyrr á árum. En síðan hefur lífið verið dapurlegt og tilveran svo grá. Ég er ekki frá því að ég hafi verið…

Ljúft en sárt

Ljúft en sárt (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Sólin þröngvar sólargeislum sínum inn í stofuna til þín. Fyllir loftið leiðum drunga, dregur úr þér kraftinn, villir sýn. Þú dansaðir í nótt. Drakkst þig fulla, gleymdir fljótt, fjárans bömmernum sem fæddist hjá þér, síðast er þú sukkaðir með staffinu. Nú situr þú ein og utan við…

Félagsmálafrík

Félagsmálafrík (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Hann er orðinn meiriháttar félagsmálafrík. Horríjó horríjó, horríjó. Hann geymir vel í Vesturbænum gamla rómantík. Horríjó horríjó, horríjó, jó. Hún hámar í sig Kit-Kat og þambar mikið kók. Horríjó horríjó, horríjó. Hún fægir félagsmerkin og pressar uppabrók. Horríjó horríjó, horríjó, jó. Hún er búin að gleyma, hún er búin…

Sánd of mjúsik

Sánd of mjúsik (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Sánd of mjúsik er meiriháttar mynd, að hlæja að henni er svívirðileg synd og svikaplott, við hreinan málstaðinn. Eidelvæs er meiriháttar lag og virkar enn þann dag í dag sem perla, betri en Erla góða Erla. Do, re, mí, fa, so, la, tí, do. Flóra Íslands er…

Kox í lögfræði

Kox í lögfræði (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ef ég koxa á lögfræðideildinni ég gerist bara prestur. Læt mig hverfa úr þéttbýlisheildinni og læðist bara vestur. Þar er nóg að garfa fyrir gúbba, gúbba eins og mig. Þar er nóg að starfa fyrir gellur, gellur eins og þig. Ég er með pungapróf í sálfræði og…

Sólarlanda

Sólarlanda (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Þau voru annað hvort í sleik eða slagsmálum Una og Siddi. En þó ekki fúl eins og „peace“ pakkið Burkney og Kiddi. En við kynntumst Ingó í Útsýn og það bara þó nokkuð vel. Og útgerðarhjónum að norðan og bónda frá einhverjum asskotans Mel Svo bættu þau ekki út…

Ég sópa

Ég sópa (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Í morgunsárið byrjar fárið, fjári er oft vont að vera til. Magasárið, þensluárið, þú á hendi hefur vonlaus spil. Er ég kannski fasisti, spindilkúlunasisti, níðingur og nastíheitagaur? Nei, ég sópa bílaverkstæði og á því aldrei nokkurn tímann aur. Ég fer og brauð gef öndunum með smurolíu á höndunum…

Babb í bátinn

Babb í bátinn (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég get ekki lýst því, ekki með orðum, hve við vorum happí hérna forðum. Þú varst í lyftingum en ég var í ljósum. Við dönsuðum tangó, tarantella og tróðum á rósum. Viðlag En þá kom babb, babb, babb, pínulítið babb, babb í bátinn. Fyrir framan fjölda manns…

Bandormurinn

Bandormurinn (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)   Ég nenni ekki að hlæja, ég vil ekki tala. Því þegir þú ekki og hættir að mala? Með górilluglottinu gefur þú fjölmargt í skyn. Ég er þreyttur á taugum og töluvert lúinn. Þessi leiðindadagur er nú nærri búinn. Því ertu ekki úti að leika þér eins og öll…

Stúlkan sú er elskar mig

Stúlkan sú er elskar mig (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Stúlkan sú er elskar mig kenndi mér að kenna til. Stúlkan sú er elskar mig er eina veran sem ég skil. Ég held það bara borgi sig að virða og þiggja hennar ráð. Stúlkan sú er elskar mig er undurblíð en stundum bráð. Viðlag En…

Það er puð að vera strákur

Það er puð að vera strákur (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Er ég á einhvern hátt hafinn yfir hégóma og heimsku? Haldbær rök gætu legið móti því. Gildi mannsins miðast við framfærslugetu, kvennafar og fyllirí. Það er puð að vera strákur og þurfa að pæla í því. Það er puð að vera strákur og þrufa…

Lúlla hverfur

Lúlla hverfur (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Viðlag Hæ honní, sögðu þeir og segja sjálfsagt enn. Þetta eru og verða alltaf merkilegir menn. Lúlla hverfur sólarhringum saman, svaka er á vellinum oft gaman. John hann er svo kósí og Jock víðáttuhress. Lúla kveður landans ást og segir lagó, bless. Nú nefnið brýnið Dæjana og gefur…

Pínulítið peð

Pínulítið peð (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Við erum pínulítil peð í pólitískum leik, sagði skáldið. Og páraði sitt Lulluljóð á löngu fallið víxileyðublað. Við erum pínulítil peð í pólitískum leik. Það er málið. Þar elska okkur allir og ber oss því að endurgjalda það. Viðlag Er það nú ást, er það nú ást, er…

Mambó og rokk

Mambó og rokk (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Með eyrun sperrt og afar spekingslega þanka spenni ég bogann, mæli út og miða. Á eitthvert stelpugrey, sem gera mætti blanka. Fígúrur eins og mig ætti sko að friða. Ég ligg í leti daga langa og ég læðist út um nætur. Lostafullur nístingskaldur Rambó. Allt er í…

Ég teikna

Ég teikna (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Ég teikna myndir mannlífsins með risastórum penna. Ég pára prúðbúinn karl og kerlingu sem stjórnar kirkjukór. Ég teikna myndir af sólinni sem er í vestri að brenna. Ég teikna fíngerðan fugl og annan sem er hrikalega stór. Ég teikna frið á jörð, ég teikna lambaspörð í sveitinni hjá…

Viltu þá elska mig?

Viltu þá elska mig? (Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson) Þegar dagurinn við kvöldsólina daðrar dreymin vaknar þá til vorsins vetrarnótt. Um háloftin milljón misjafnlegar þekktar stjörnur mæna út í tómið ofurhljótt. Viltu þá elska mig, viltu þá elska mig fram á nótt? Viltu þá elska mig, viltu þá elska mig langt, langt fram á nótt?…

Afmælisbörn 4. september 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag en öll teljast þau vera stór nöfn: Fyrstan skal telja Hörð Torfason söngvaskáld en hann er sjötíu og þriggja ára á þessum degi. Á þriðja tug platna hafa komið út með Herði og hafa mörg þeirra orðið þekkt, þeirra á meðal má nefna Þú ert sjálfur…