Afar takmarkaðar upplýsingar finnast um akureysku hljómsveitina Bóleró (Bolero) sem starfaði á árunum 1978-80, jafnvel lengur.
Bóleró mun hafa verið danshljómsveit og voru meðlimir hennar Guðmundur L. Meldal trommuleikari, Leó G. Torfason gítarleikari, Gunnar Sveinarsson bassaleikari og Erla Stefánsdóttir söngkona.














































