
Hljómsveitin AIDS
Unglingahljómsveitin AIDS starfaði í Kópavogi haustið 1983, ýmsum þótti nafnið heldur ósmekklegt en þetta var um svipað leyti og samnefndur sjúkdómur var að koma upp á yfirborðið. Sveitin sem skartaði tveimur söngkonum, Arndísi [?] og Steinunni [?], lék við opnun félagsstöðvarinnar Agnaragnar í Kópavogi en ekki er víst að hún hafi komið aftur fram.
Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar.














































