Velkomin til Vökulands

Velkomin til Vökulands (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Þú komst á fljúgandi ferð og fannst hér land þar sem enginn þarf að sofa. Og eins og sjálfur þú sérð í slíku landi menn vökuna lofa – við getum vakað í nótt! Að sofa‘ er sannkölluð þraut en sælt að vaka og þurfa…

Mér leiðist sífellt að sofa

Mér leiðist sífellt að sofa (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Klukkan átta er mér sagt að hátta, er mér sagt að fara upp í rúm. Mamma og pabbi ansa engu kvabbi, skipa mér að fara upp í rúm. Þó ég kvarti og kveini hátt með sáru veini, sama hvað ég reyni, ég…

Afmælislagið

Afmælislagið (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Á nú að syngja afmælisbrag, á nú að syngja lítið lag? Á einhver afmæli? Já það er afmæli, því Pétur á afmæli í dag. [af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]

Ef ég bara ætti ský

Ef ég bara ætti ský (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Ef ég bara ætti ský það unað gæti veitt, þá víst ég myndi fara‘ í frí og fljúga vítt og breitt. Í langferð veröld okkar í og út um víðan geim, ég sjálfsagt myndi svífa‘ á því og síðan aftur heim. Að fljúga út um…

Litli fuglinn [2]

Litli fuglinn [2] (Lag og texti: Kristján Hreinsson) Úti í garði flýgur fuglinn, nú fær hann brauð í litla gogginn sinn. Hann er laginn að hreyfa vængi, hann hreyfir þá oft. Inni í garði kemur kisa, hún hvæsir á litla fuglinn minn. Litli fuglinn fer í burtu, flýgur hátt upp í loft. Inn í garðinn…

Heyr mitt ljúfasta lag [1]

Heyr mitt ljúfasta lag [1] (Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Stefán frá Hvítadal) Heyr mitt ljúfasta lag, þennan lífsglaða eld, um hinn dýrlega dag og hið draumfagra kveld. Rauðu skarlati skrýðist hefur skógarins flos. Varir deyjandi dags sveipa dýrlinga bros. Ég var fölur og fár, ég var fallinn í döf. Ég var sjúkur…

Hugsað heim [1]

Hugsað heim [1] (Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Grétar Haraldsson) Á blíðviðris dögum ég blessa þá sveit sem baslaði lengst við að uppskera‘ og sá. Í bláma þar fjöllin öll fegurst ég veit, Fljótshlíð með Tindfjöll og Eyjafjöll há. Þau gleðja mig öll meðan augu mín sjá. Nú alls ekki sé ég í huganum…

Hugsað heim [2]

Hugsað heim [2] (Lag og texti Ólafur Þórarinsson) Hugurinn ber mig hálfa leið ef hugsa ég til þín, sem gafst mér tæran töfraseið er ég teygaði sem vín. Þótt nú um heiminn liggi leið ég leita þess sem var, er forvitinn sem barn ég beið að berja lífsins svar. Oft ég hugsa heim til þín…

Heyr mitt ljúfasta lag [2]

Heyr mitt ljúfasta lag [2] (Lag / texti: erlent lag / Skafti Sigþórsson) Heyr mitt ljúfasta lag er ég lék forðum daga fyrir ljóshærða stúlku sem heillaði mig þegar ungur ég var. Það var sumar og sól og við sátum í lundi, ég var saklaus sem barn, en hún hló að mér samt þegar hjarta…

Stúlkan mín [2]

Stúlkan mín [2] (Lag / text: Björgvin Þ. Valdimarsson / Jón frá Ljárskógum) Nú ljómar vorsins ljós um loftin heið og blá og allt er þrungið ilm og ævintýraþrá. Nú göngum við til skógar hin græna mjúka veg, við stefnum út í ævintýrið stúlkan mín og ég. Og gullið sólskin hlær um hvolfin víð og…

Við ána [1]

Við ána [1] (Lag og texti: Ólafur Þórarinsson) Við ána hef ég löngum leikið hverja stund, oft lágu þangað sporin forðum daga. Einhver undraseiður þar létti mína lund svo ljúf í huga er mér hennar saga. Þegar lífsins sorgir særðu hjarta mitt sefað gat hún harm í brjósti mínu. Í ótal ævintýrum mér stundir hefur…

Vikivaki

Vikivaki (Lag / texti: Valgeir Guðjónsson / Jóhannes úr Kötlum) Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða draumalandsins himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin, mundu’ að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndið þitt. Vorið kemur, heimur…

Við ána [2]

Við ána [2] (Lag / texti: erlent lag / Friðjón Þórðarson) Blágresið angar við bjarkanna rót blikandi kvöldstjörnu horfir mót árniður blandast bylgjunnar söng líða brosfögur vorkvöldin löng. Lyfta sér vonir frá vegfarans önd Vængjaðar svífa um draumalönd ljúf verður hvíldin því kvöldroða skin flytur kveðju frá lang þráðum vin. [af plötunni Bjarni Lárentínusson, Njáll…

Stúlkan mín [1]

Stúlkan mín [1] (Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason) Stúlkan mín er mætust meyja og kvenna. Sveinar ástaraugum á eftir henni renna. Og þeir allir saman á öndinni standa yfir því hvert afbragð hún er til munns og handa. Dável samansett hún er, silkimjúk og nett hún er. Lipur grönn og létt…

Örkin hans Nóa

Örkin hans Nóa (Lag / texti: Skytturnar / Heimir Björnsson) Hugsun sem gengur eins og rispaður diskur, alla effin’ nóttina. Andavaka, ég hlusta á hjartslátt allra minna pælinga. Einn á eftir lukkunni sem eltir alla aðra. Allir virðast botna hugsafljóð í ljóð sem líf, en ég er bara blaðra. Ég nudda alla lampa en finnst…

Afmælisbörn 16. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm á þessum Degi íslenskrar tungu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er þrjátíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja…

Afmælisbörn 15. nóvember 2022

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er sextíu og tveggja ára gamall. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur skotið upp kollinum bæði…

Afmælisbörn 14. nóvember 2022

Tveir tónlistarmenn prýða afmælisdagaskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull. Þá á Magnús R.…

Afmælisbörn 13. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og sjö ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…

Afmælisbörn 12. nóvember 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong á stórafmæli en hún er sextug á þessum degi, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá á Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) þrjátíu og átta ára afmæli í dag. Emilía staldraði styst í Nylon-flokknum,…

Afmælisbörn 11. nóvember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi eða tíu talsins: Ásgerður Flosadóttir er sextíu og átta ára gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár. Jóhann…

Afmælisbörn 10. nóvember 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og sex ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Stuna (1995-98)

Hljómsveitin Stuna var nokkuð sér á báti í íslenskri rokktónlist upp úr miðjum tíunda áratug síðustu aldar en hún var þá einna fyrst hljómsveita hérlendis til að blanda saman þungu rokki og tölvu- og danstónlist. Sveitin sendi frá sér eina plötu. Stuna var stofnuð sumarið 1995 af Jóni Símonarsyni söngvara og gítarleikara og Kristjáni (Stjúna)…

Stuna – Efni á plötum

Stuna – M.m.m. Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 64 CD Ár: 1996 1. M.m.m. 2. ID-4 (Aliens) 3. Stupid 4. White trash 5. Trip 6. Achtung 7. Inside 8. Poor 9. Just a boy 10. Zero 11. Big date 12. Friends? 13. Funk head 14. Going home Flytjendur: Sigurjón Baldursson – bassi og raddir Alfreð Símonarson…

Stríð og friður – Efni á plötum

Bubbi Morthens & Stríð og friður – Nýbúinn Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 229 Ár: 2001 1. Nýbúinn 2. Hvítir sloppar 3. Alltaf einn 4. 70 kílóa lúser 5. Svartur himinn 6. Hann er til 7. Tel Aviv 8. Á hörðum stól 9. Frelsi 10. Innst inni 11. Þú mátt kalla það ást 12. Umbúðir Flytjendur:…

Stríð og friður (2000-09)

Segja má að hljómsveitin Stríð og friður hafi verið hálfgildings leynihljómsveit, hún starfaði í um áratug, lék reyndar ekki mikið opinberlega en gaf út eina plötu undir nafninu Bubbi og Stríð & friður auk þess að leika á þremur öðrum plötum Bubba Morthens og sólóplötu Heru Hjartardóttur að auki. Bubbi Morthens hafði um nokkurra ára…

Stuðlar [2] (1976-79)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðlar starfaði á Húsavík á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og virðist hafa verið eins konar harmonikkuhljómsveit eða hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum. Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar en fyrir liggur að hún starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 79 (e.t.v. lengur) og að meðal…

Stuðkropparnir (1998-2000)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðkropparnir var starfrækt í kringum síðustu aldamót í Neskaupstað og lék mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð, s.s. í Egilsbúð og á Neistaflugi svo dæmi séu tekin, þá lék sveitin fyrir dansi einnig á Austfirðingakvöldum á Broadway. Sveitin var starfandi á árunum 1998 til 2000 af því er virðist og mun hafa…

Stuð puð (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem Einar Bragi Bragason (síðar saxófónleikari) lék í á unglingsárum sínum, líklega í kringum 1980 í Garðabænum. Hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma o.þ.h.

Stubbi og Stuðkarlarnir – Efni á plötum

Stubbi og Stuðkarlarnir – Ég er táningur / Með kveðju til þín [ep] Útgefandi: Sigluvík sf. Útáfunúmer: SS001 Ár: 1983 1. Ég er táningur 2. Með kveðju til þín Flytjendur: Kristbjörn Bjarnason – söngur Leó R. Ólason – hljómborð Ingi Lárus Guðmundsson – gítar Viðar Bergþór Jóhannsson – bassi Viðar Eðvarðsson – saxófónn Guðný Jónsdóttir…

Stubbi og Stuðkarlarnir (1983)

Siglfirska hljómsveitin Stubbi og Stuðkarlarnir starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1983, hún náði á stuttum starfstíma að senda frá sér tveggja laga plötu. Stubbi og Stuðkarlarnir var stofnuð snemma árs 1983 á Siglufirði og voru meðlimir sveitarinnar þeir Kristbjörn Bjarnason (Stubbi) söngvari, Leó R. Ólason hljómborðsleikari, Ingi Lárus Guðmundsson gítarleikari og Viðar Bergþór Jóhannsson…

Strengir Hallgerðar (um 2000)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kvennakór sem starfaði í kringum síðustu aldamót undir nafninu Strengir Hallgerðar. Ekkert liggur fyrir um þennan kór og eru því allar upplýsingar vel þegnar.

Spaðafjarkinn (um 1995-2003)

Söngkvartett var starfandi innan karlakórsins Söngbræðra í uppsveitum Borgarfjarðar í kringum aldamótin, undir nafninu Spaðafjarkinn. Spaðafjarkinn söng eitt lag á plötu Söngbræðra – Vorvindar, sem kom út haustið 1999 en þá var kvartettinn sagður hafa verið starfræktur um nokkurra ára skeið. Hann söng nokkuð á tónleikum kórsins um það leyti en einnig á öðrum samkomum…

Steinþór Þorgrímsson (1884-1937)

Fremur fáar heimildir er að finna um Steinþór Þorgrímsson en hann var allt í senn, kórstjórnandi, tónlistarkennari, organisti og tónskáld. Steinþór (fæddur 1884) virðist mest alla sína tíð hafa verið búsettur í Kelduhverfi í Norður Þingeyjasýslu en hann var organisti við Skinnastaða- og Garðssókn auk þess að stjórna þar kirkjukór, þá stofnaði hann og stjórnaði…

Stuðventlar (1977-78)

Hljómsveit sem bar nafnið Stuðventlar starfaði á árunum 1977 og 78 (mögulega lengur) og lék í nokkur skipti opinberlega, líklega mest sem upphitunarband á sveitaböllum. Meðal Stuðventla sem voru 15-16 ára gamlir, voru þeir Bragi Ólafsson, Friðrik Erlingsson og Ólafur Árni Bjarnason en þeir Bragi og Friðrik áttu síðar eftir að koma við sögu í…

Afmælisbörn 9. nóvember 2022

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnframt gefið út efni í eigin nafni…

Afmælisbörn 8. nóvember 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Torfi Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og sjö ára gamall í dag en fáir hafa líklega leikið á bassa og gítar með jafnmörgum pöbbasveitum og hann, þeirra á meðal má nefna sveitir eins Droplaugu, Rósina, Glæsi, Marz, Systur Söru, Venus, Borgarsveitina, Dansbandið, ET-bandið og Melódíku. Torfi er…

Afmælisbörn 7. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé fyrrverandi alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari…

Afmælisbörn 6. nóvember 2022

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen fagnar stórafmæli en hann er sextugur í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði Júníusdóttur en…

Iceland Airwaves 2022 – laugardagskvöld

Iceland Airwaves heldur áfram, í dag hefur fjöldi off venue viðburða verið á boðstólum en með kvöldinu hefst aftur skipulögð dagskrá hátíðarinnar og hér má sjá allt sem verður í boði. Þá eru hér að neðan einnig kynntar fáeinar hljómsveitir. Vök – Vök er að gera garðinn heldur betur frægan og sveitin er í kvöld…

Afmælisbörn 5. nóvember 2022

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Iceland Airwaves 2022 – Veislan heldur áfram

Annar dagur Iceland Airwaves er runninn upp og sem fyrr er heilmikið bitastætt í boði. Hér eru örfáar ábendingar fyrir kvöldið. BSÍ – Dúettinn BSÍ (Sigurlaug Thorarensen og Julius Rothlaender) spratt fram á sjónarsviðið fyrir um fjórum árum með sjö tommu ep-plötu sem vakti nokkra athygli, sem þau fylgdu svo eftir með fimm laga skífunni…

Afmælisbörn 4. nóvember 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Það er ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) sem hefði átt afmæli þennan dag. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar…

Iceland Airwaves 2022 – Veislan er hafin

Iceland Airwaves 2020 er farin af stað og miðborg Reykjavíkur iðar af fólki sem komið er til að njóta tónlistarinnar. Í morgun bárust þær fréttir að uppselt væri á hátíðina en heilmikið er þó um að vera off venue fyrir þá sem ekki náðu sér í miða. Af ýmsu er að taka í kvöld, fimmtudagskvöld…

Afmælisbörn 3. nóvember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og sex ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit…

Strumparnir [1] (1979-)

Allir þekkja strumpana smávöxnu en þeir hafa glatt unga sem aldna í áratugi hvort sem er í formi myndasagna, teiknimynda, bíómynda, tónlistar eða páskaeggjum og öðru sælgæti. Hér á landi hafa komið út nokkrar plötur með söng þessara belgísk-ættuðu bláu skógarvera. Strumparnir (The Smurfs) eru runnir undan rifjum belgíska teiknarans Peyo sem skóp þá upphaflega…

Stress [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Selfossi undir nafninu Stress, hugsanlega fyrir 1985. Fyrir liggur að Gunnar Árnason gítarleikari og Kristjana Stefánsdóttir söngkona voru í sveitinni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi.