NA 12 (1987-96)

engin mynd tiltækDjasskórinn NA 12 eða Norð-austan 12 var starfræktur á Húsavík um áratuga skeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar. Um var að ræða tólf manna blandaðan kór sem lagði áherslu á djassaðan flutning á léttri tónlist.

Kórinn var stofnaður haustið 1987 og var stjórnandi hans í upphafi Line Werner en hún stýrði honum til haustsins 1989 þegar Bandaríkjamaðurinn David Thomson tók við.

1990 fór kórinn í söngferðalag til Bretlands og fékk til þess styrk frá bæjarráði Húsavíkur en NA 12 söng þó mestmegnis á heimaslóðum í Þingeyjasýslu.

Ragnar L. Þorgrímsson mun hafa stjórnað NA 12 um tíma, allavega 1991 – og Helgi Pétursson stjórnaði honum árið 1993 en ekki liggur fyrir hvort hann var við stjórnvölinn þar til kórinn hætti störfum 1996 eða hvort aðrir komu þar einnig við sögu.