Erfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina The Nighingales en hún var starfandi um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, að minnsta kosti 1975 og 76.
Sveitin lék mikið á Vellinum og hafði m.a. að geyma Guðmund Hauk Jónsson, ýmislegt bendir til að um sé að ræða sömu sveit og bar nafnið Næturgalarnir og hafi borið enskt heiti vegna spilamennskunnar á Varnarliðssvæðinu. Sé það rétt starfaði þessi sveit mun lengur en hér um getur.














































