Örvarseplin voru harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson og synir hans þrír, poppararnir Grétar (Stjórnin o.fl.), Karl (Stuðkompaníið, Eldfuglinn o.fl.) og Atli (Sálin hans Jóns míns, SSól o.fl.), sem komu í nokkur skipti fram sumarið og síðla árs 1988 á Akureyri. Örvar var þá með harmonikkuna en ekki liggur fyrir hvaða hlutverk synirnir þrír höfðu í sveitinni.














































