
Tónabræður
Hljómsveitin Tónabræður var starfandi í Reykjavík á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Þessi sveit var ekki langlíf en innihélt m.a. nokkra aðila sem áttu sér rætur í pönkinu, þá Hrafnkel Sigurðsson, Hallkel Jóhannsson, Árna Pál Jóhannsson, Pjetur Stefánsson, Hörð Bragason, Óskar Jónasson og Kormák Geirharðsson.
Sveitin ku hafa verið skilgreind sem gervidjassband og hafa spilað fáeinum sinnum undir mottóinu „Djass í þúsund ár“.














































