Yfir strikið (1996-98)

engin mynd tiltækBallsveitin Yfir strikið fór mikinn á dansstöðum borgarinnar og nágrennis á því þriggja ára tímabili sem hún starfaði. Fyrstu heimildir um Yfir strikið er að finna frá því um sumarið 1996 og í beinu framhaldi lék hún nánast um hverja helgi þar til yfir lauk.

Meðlimir sveitarinnar voru Tómas Malmberg söngvari, Árni Björsson bassaleikari, Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari og Lárus H. Grímsson hljómborðsleikari.

Kjarni hennar var sá sami að mestu leyti allan tímann utan þess að sveitinni hélst illa á hljómborðsleikurum, Örlygur Atli Guðmundsson leysti Lárus af um tíma og mun jafnvel hafa tekið við af honum, Karl O. Olgeirsson varð síðan hljómborðsleikari eftir að sveitin hafði líklega verið hljómborðsleikaralaus um tíma, og þegar sveitin kom aftur saman sumarið 1998 eftir nokkurt hlé var Ludvig Forberg orðinn hljómborðsleikari hennar. Um það leyti virðist Yfir strikið hafa verið komin á endastöð og mun hún hafa hætt störfum í kjölfarið.