Æsir [1] (1973-2003)

Æsir

Æsir var hljómsveit, lengst af tríó sem starfaði líklega á höfuðborgarsvæðinu í allt að þrjá áratugi en sveitin mun hafa leikið töluvert á héraðsmótum framsóknarmanna á sínum tíma.

Sveitin var stofnuð árið 1973 af Hafsteini Snæland sem fékk til liðs við sig Vilhelm Jónatan Guðmundsson hljómborðs- og harmonikkuleikara og Geirharð Valtýsson (Gerhard Schmidt) gítarleikara. Þeir félagar störfuðu saman í nokkur ár en þegar Geirharður flutti af landi brott voru hinir og þessir gítarleikarar viðloðandi sveitina, þeirra á meðal var Þór Nielsen en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra – stundum voru þeir Hafsteinn og Vilhelm bara tveir en einnig söng Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) með þeim félögum um tíma.

Heimildir herma að Æsir hafi starfaði í um þrjátíu ár en það hefur þá verið fram á 21. öldina.