Glatkistan

Tónlistarvefur

Valmynd

Hoppa yfir í efni
  • Heim
  • Gagnagrunnur
    • 0-9 [7]
    • A [68]
    • Á [11]
    • B [502]
    • C [131]
    • D [143]
    • Ð [3]
    • E [84]
    • É [4]
    • F [348]
    • G [391]
    • H [1099]
    • I [69]
    • Í [54]
    • J [113]
    • K [165]
    • L [63]
    • M [252]
    • N [116]
    • O [66]
    • Ó [77]
    • P [152]
    • Q [3]
    • R [127]
    • S [1326]
    • T [319]
    • U [42]
    • Ú [34]
    • V [176]
    • W [19]
    • X [16]
    • Y [12]
    • Ý [3]
    • Z [5]
    • Þ [107]
    • Æ [5]
    • Ö [14]
  • Fréttir
    • Fréttasafn
  • Greinar
    • Greinasafn
  • Gagnrýni
    • Gagnrýnasafn
  • Textar
    • Eurovisionlög [54]
    • Þjóðhátíðarlög [85]
    • A [131]
    • Á [107]
    • B [170]
    • C [13]
    • D [105]
    • E [168]
    • É [138]
    • F [179]
    • G [139]
    • H [202]
    • I [16]
    • Í [91]
    • J [69]
    • K [155]
    • L [196]
    • M [146]
    • N [82]
    • O [27]
    • Ó [48]
    • P [42]
    • Q [1]
    • R [73]
    • S [431]
    • T [96]
    • U [46]
    • Ú [23]
    • V [216]
    • W [1]
    • Y [8]
    • Ý [1]
    • Z [2]
    • Þ [196]
    • Æ [16]
    • Ö [14]
  • Á döfinni
    • Viðburðaskrá
  • Tenglar
  • Heimildir
  • Annað
    • Getraunir
    • Kannanir
    • Krossgátur
    • Topp tíu listar
  • Hafið samband
  • Styrkir
  • Um síðuna

Halli og Laddi (1976-)

Helgi J / 19/01/2015
Halli og Laddi 1978

Laddi og Halli

Bræðurnir og tvíeykið Halli og Laddi (Haraldur og Þórhallur Sigurðssynir) voru vinsælustu skemmtikraftar áttunda áratugarins á Íslandi, og fram á þann níunda. Þeir skemmtu landanum í sjónvarpi, tróðu upp á sviði og gáfu út plötur með grínefni, sem náðu miklum vinsældum. Báðir höfðu þeir verið í hljómsveitum og höfðu því aukinheldur tónlistarlegan bakgrunn sem nýttist þeim jafnt á sviði sem á plötum, þeir höfðu t.d. verið saman í hljómsveitinni Jónsbörn.

Á fyrstu plötu þeirra, Látum sem ekkert C, var Gísli Rúnar Jónsson einnig í för en sú plata kom út 1976, þeir bræður höfðu þá þegar áunnið sér töluverðra vinsælda. Gunnar Þórðarson var ennfremur allt í öllu í því sem viðkom tónlistinni sjálfri og upptökum, en platan var tekin upp í Bretlandi um vorið 1976. Platan hlaut gríðarlega góðar viðtökur og seldist mjög vel, hún fékk t.a.m. góða dóma í Poppbók Jens Guðmundssonar.

Þau framleiðslumistök urðu í Bretlandi við prentun umslags plötunnar (sem var tvöfalt og um leið borðspil (Millizpilið) hannað af þeim félögum í samstarfi við Egil Eðvarðsson), að spilareglur sem fylgja áttu með henni skilaði sér ekki nema með litlum hluta upplagsins. Síðar kom í ljós að megnið af reglunum var hins vegar að finna í upplagi umslags plötu Engilsberts Jensen, „…skyggni ágætt“ sem prentað var á sama tíma.

Í framhaldi af útgáfu plötunnar fóru þeir félagar með Lónlí blú bojs í kringum landið og skemmtu ásamt sveitinni í félagsheimilum landsins. Flest laganna eru löngu orðin sígild en einkum nutu lögin Guðfinna og Tyggigg-úmmí vinsælda. Á Látum sem ekkert C er einmitt að finna nokkra af lengstu lagatitlum íslenskrar tónlistarsögu eins og „Látum sem ekkert C, gefum ýmislegt í skyn en tökum því heldur fálega ha ha ha“ og „Sigurlín: eða hvernig Júlíus elskaði Sigurlínu útaf lífinu og hótaði að drepa hvert það svín sem kæmist upp á milli hans og grétu“.

Fyrir jólin 1976 kom út jólasafnplata þar sem þeir bræður fóru mikinn ásamt einvala liði tónlistarmanna, platan hét Jólastjörnur og þar komu þeir félagar Glámur og Skrámur töluvert við sögu og hefur syrpa þeirra löngu áunnið sér sess meðal klassískra jólalaga.

halli-laddi-og-gisli-runar

Halli, Laddi og Gísli Rúnar

Þeir Halli og Laddi voru afkastamiklir og sendu frá sér aðra plötu strax árið eftir (1977) en hún hlaut titilinn Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Á þeirri plötu er líklega að finna þeirra vinsælustu lög, Royi Rogers og Austurstræti, en síðarnefnda lagið er eftir Ladda sjálfan. Oftar en ekki sóttu þeir í smiðju Spike Jones en Gunnar Þórðarson lagði þeim einnig til lög. Hljóðritun plötunnar fór fram í Hljóðrita í Hafnarfirði en Tómas M. Tómasson Stuðmaður stjórnaði þeim. Platan fékk frábærar viðtökur og hlaut þokkalega dóma í Poppbók Jens Guðmundssonar.

1978 kom þriðja platan út, Hlúnkur er þetta. Hún var tekin upp um sumarið, í Hljóðrita eins og platan á undan og var Tómas M. Tómasson aftur við stjórnvölinn. Hann annaðist ennfremur útsetningar að mestu eins og reyndar líka á plötunni á undan.

Þótt platan fengi ekki eins góða dóma í fyrrgreindri Poppbók Jens Guðmundssonar er þar að finna lög sem urðu mjög vinsæl, eins og Tvær úr tungunum, Reiðtúrinn og Nefið. Á plötuumslagi er að finna eftirfarandi: Á þessari stundu er okkur bæði ljúft og skylt að minnast eftirfarandi: Jólin eru alltaf í desember, nema í janúar, þá eru þau á Kúbu.

Næsta plata kom út tveimur árum síðar (1980) en það var þemaplatan Umhverfis jörðina á 45 mínútum. Á henni var að finna ferðalag þeirra bræðra um heiminn í formi tónlistar og enn var Tómas M. Tómasson við stjórnvölinn í Hljóðrita. Á plötuumslaginu þakka þeir ræstitækni hljóðversins fyrir lánið á gólftuskunni, sem gefur ágæta mynd af því sem notað var sem ígildi hljóðfæra við upptökurnar. Tónlistin sjálf kom úr ýmsum áttum en þeir bræður sömdu sjálfir alla texta, reyndar eins og þeir höfðu alltaf gert. Þetta sama sumar fylgdu þeir plötunni eftir um landið með Jörundi Guðmundssyni en platan hlaut slaka dóma í Poppbókinni, Morgunblaðið var mun jákvæðara í dómi sínum og hlaut hún ágæta umsögn þar.

Þegar hér var komið sögu dró Halli sig að mestu í hlé en Laddi hélt áfram eins konar sólóferli í skemmtanaiðnaðinum og gaf út fjölmargar plötur fram til 1990. Halli hefur lítið komið við sögu á plötum en hann hafði reyndar gefið út plötuna Haraldur í Skrýplalandi 1979 en á henni var að finna skrýplalög (strumpalög), sem síðar voru endurunnin og –gefin út, ásamt Ladda undir titlinum Halli og Laddi í Strumpalandi. Þeir bræður unnu einnig saman í HLH flokknum og nutu þar töluverðra vinsælda á árunum 1979 – 89.

Í seinni tíð hafa rétthafar tónlistar Halla og Ladda verið duglegir að gefa efni þeirra út á safnplötum og megnið af því hefur komið út á geislaplötum en upprunalegu útgáfurnar voru allar á vínyl-formi. Safnplatan Einu sinni voru Halli og Laddi kom út 1984, 2002 kom síðan út Royi Roggers: vinsælustu lögin, en hún var gefin út í tilefni af þrjátíu ára starfsafmælis þeirra bræðra. 2005 kom út Brot af því besta: Halli og Laddi.

Auk þess hafa lög þeirra komið út á hinum og þessum safnplötum í gegnum tíðina, má t.d. nefna Barnagull, Stóra barnaplatan 2, Villtar heimildir, Nokkur bestu barnalögin, Fyrstu árin, Grínplata pylsuparsins og 100 bestu lög lýðveldisins, svo eitthvað sé nefnt.

Þegar ferill þeirra Halla og Ladda er skoðaður má segja að þeir hafi borið höfuð og herðar yfir aðra skemmtikrafta Íslands á áttunda og níunda áratugnum.

Efni á plötum

Rate this:

Deila:

  • Click to share on Facebook(Opnast í nýjum glugga) Facebook
  • Click to email a link to a friend(Opnast í nýjum glugga) Tölvupóstur
  • Click to print(Opnast í nýjum glugga) Prenta
Líka við Hleð...
19/01/2015 í H. Merki:Þórhallur Sigurðsson, Brot af því besta: Halli og Laddi, Einu sinni voru Halli og Laddi, Fyrr má nú aldeilis fyrrverða, Halli, Halli og Laddi, Halli og Laddi í Strumpalandi, Haraldur Sigurðsson, Hlúnkur er þetta, Laddi, Royi Rogers: vinsælustu lögin, Umhverfis jörðina á 45 mínútum

Tengdar færslur

Glatkistan.is – nýr vefur um íslenska tónlist

Nöfn íslenskra hljómsveita I: – Fábreytni framan af

Getraun 1 – íslenskir gítarleikarar

Getraun 2 – íslensk plötuumslög 1960-70

Afmælisbörn 1. nóvember 2014

Afmælisbörn 2. nóvember 2014

Bjössi Thor á Múlanum

Áframhaldandi partí með afturhvarfi til eitísins

Afmælisbörn 3. nóvember 2014

Tónlistardagar Dómkirkjunnar

Stelpur rokka! með off-venue tónleika á Loft Hostel

Off venue dagskrá Iðu fyrir Iceland Airwaves 2014

Off venue dagskrá Lucky records fyrir Iceland Airwaves 2014

Off venue dagskrá Icewear fyrir Iceland Airwaves 2014

Getraun 3 – Sálin hans Jóns míns

Afmælisbörn 6. nóvember 2014

Ragnheiður snýr aftur í desember

Fyrsta kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Afmælisbörn 7. nóvember 2014

The Blues Project á Café Rósenberg í kvöld

Annað kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Ljúft með morgunkaffinu

Þriðja kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Afmælisbörn 9. nóvember 2014

Fjórða kvöld Iceland Airwaves 2014 í myndum

Afmælisbörn 10. nóvember 2014

Fjölbreytileg flóra tónlistaratriða

Afmælisbörn 11. nóvember 2014

Afmælisbörn 12. nóvember 2014

Getraun 4 – hljómsveitir og bæjarfélög

Afmælisbörn 13. nóvember 2014

Ný plata – Dýr merkurinnar: söngur dýranna

TÖFRAFLAUTAN – óperusýning fyrir börn í Norðurljósum á sunnudag kl. 13.30 og 16

Poppsveitin Sólstafir kveður sér hljóðs

Afmælisbörn 16. nóvember 2014

Blús á Café Rosenberg

Opið blúskvöld í Tjarnarbíói

Afmælisbörn 17. nóvember 2014

Afmælisbörn 18. nóvember 2014

Nöfn íslenskra hljómsveita II: – Unglingamenningin tekur völdin

Afmælisbörn 19. nóvember 2014

Getraun 5 – Bubbi Morthens

Óhefðbundin snilld

Ýlir – tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk auglýsir eftir umsóknum

Afmælisbörn 21. nóvember 2014

Afmælisbörn 22. nóvember 2014

Afmælisbörn 23. nóvember 2014

Afmælisbörn 24. nóvember 2014

Glamúrfyllt geimpopp

Afmælisbörn 26. nóvember 2014

Færslu leiðarstýring

← Halli og Laddi – Efni á plötum
Halldór og fýlupúkarnir (1986) →

Leit á Glatkistunni

Glatkistan á Facebook

Glatkistan á Facebook

Færsludagatal

janúar 2015
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Des   Feb »

Tölfræði

  • 3.162.856 flettingar frá upphafi
Bloggaðu hjá WordPress.com. eftir Konstantin Kovshenin.
Privacy & Cookies: This site uses cookies. By continuing to use this website, you agree to their use.
To find out more, including how to control cookies, see here: Cookie Policy
  • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Glatkistan
    • Join 36 other subscribers
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Glatkistan
    • Gerast áskrifandi Subscribed
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Copy shortlink
    • Report this content
    • View post in Reader
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...
 

    %d