
Helga Marteinsdóttir
Helga Marteinsdóttir veitingakona (f. 1893) frá Ólafsfirði, var þekktust fyrir starfa sinn á skemmtistaðnum Röðli sem hún rak í áratugi í Skipholtinu í Reykjavík, fyrst leigði hún staðinn en keypti hann síðar ásamt tengdasyni sínum. Hún var þar ætíð klædd í peysuföt, komin á áttræðisaldur og setti mikinn svip á staðinn.
Áður hafði hún rekið Vetrargarðinn í Tívolíinu í Vatnsmýrinni auk annarra veitingastofa í Reykjavík og á Akureyri. Hún var því mikið í tengslum við tónlistarmenn og aðra skemmtikrafta í starfi sínu og vel þekkt meðal þeirra.
Fræg er sagan af Helgu þegar hljómsveitin Rifsberja spilaði sitt sýrurokk á Röðli eitt miðvikudagskvöldið 1972 og innihélt þá breska trommuleikarann Dave Duford sem var þekktur í bransanum, sá átti til að bresta í trommubreik og –sóló í tíma og ótíma að hætti hipparokksins, og þegar frúin hafði fengið nóg óð hún upp á svið með blautt handklæði og lúbarði trymbilinn með skömmum fyrir helvítis hávaðann.
Helga var mjög virk í félagsmálum alls konar, starfaði fyrir mæðrastyrksnefnd, vann að kvenréttindamálum og fyrir sjálfstæðisflokkinn. Hún lést 1979.














































