![Jón [1]](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2015/01/jc3b3n-1.jpg?w=300&h=220)
Jón
Hljómsveit Jón var stofnuð síðsumars 1970 af tvíburunum Lárusi og Hirti Blöndal, í sveitinni voru áðurnefndir Lárus Blöndal gítarleikari og Hjörtur Blöndal söngvari en að auki voru þeir Bogi Gunnlaugsson bassaleikari og Gunnar Gunnarsson trommuleikari í henni.
Sveitin varð skammlíf, starfaði fram yfir áramótin 1970-71 en lagði þá upp laupana. Þá hafði hún eingöngu leikið frumsamið efni opinberlega.














































