![Limbó [1] og Haraldur](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2015/12/limbc3b3-1-og-haraldur.jpg?w=300&h=229)
Limbó og Haraldur Sigurðsson
Hljómsveitin Limbó frá Selfossi var skipuð ungum mönnum á uppleið í tónlistinni í árdaga bítls, sem sumir gerðu síðar garðinn frægan á öðrum vettvangi.
Eitthvað er á reiki hvenær Limbó var stofnuð en heimildir nefna árin 1961-65, meðlimir sveitarinnar voru í upphafi ungir að árum, líklegast um fjórtán til fimmtán ára gamlir og er sveitin ýmist nefnd kvartett eða sextett í auglýsingum þess tíma þannig að fjöldi þeirra gæti einnig hafa verið á reiki.
Í upphaflegri skipan sveitarinnar voru þeir Haraldur Sigurðsson söngvari, Björn Gíslason, Ólafur Bachmann trommuleikari, Rúnar Þorvarðarson og Guðmundur Bjarnason, og gengu þeir þá undir nafninu Limbó og Haraldur.
Á öðrum tímapunkti voru þeir Gunnar Þorvaldsson, Ólafur Bachmann, Björn Gíslason og Grétar Sigurðsson í sveitinni.
Limbó starfaði þar til hún og Bimbó sameinuðust í þekkta síðbítla- og hippasveit, Mána. Meðlimir Limbó hafa komið saman í seinni tíð undir því nafni.














































