
Óþekkt andlit
Hljómsveitin Óþekkt andlit frá Akranesi var stofnuð í ársbyrjun 1987, keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið og komst þar í úrslit. Sveitina skipuðu þá Orri Harðarson gítarleikari, Pétur Heiðar Þórðarson söngvari og gítarleikari (Bless o.fl.), Hrannar Örn Hauksson bassaleikari og Jóhann Ágúst Sigurðarson trommuleikari.
Óþekkt andlit átti efni á safnsnældunni Snarl 2, sem út kom um sumarið.
Um haustið bættist Trausti Harðarson söngvari í hópinn en sveitin starfaði ekki lengi eftir það, hætti störfum snemma árs 1988.














































