
Qtzjí qtzjí qtzjí
Hljómsveit úr Keflavík, starfandi 1983-85, kallaði sig þessu einkennilega nafni. Einhverjir meðlimanna höfðu verið í Vébandinu sem hætti störfum litlu fyrr.
Qtzjí qtzjí qtzjí (gæti reyndar hafa heitað Qtzjí qtzjí) var skráð til leik í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985 en mætti ekki til leiks.
Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi Eðvarð F. Vilhjálmsson trommuleikari, Einar Falur Ingólfsson (síðar ljósmyndari) bassaleikari, Sævar Már Ingimundarson gítarleikari og Jón Ben Einarsson söngvari.
Fljótlega hætti Eðvarð í Qtzjí qtzjí qtzjí og Einar Falur færði sig þá yfir á trommurnar, Sigurður Sævarsson (síðar bassasöngvari og tónskáld) tók við bassanum.
Þannig skipuð lék sveitin tilraunakennda nýbylgjutónlist sína víða á Suðurnesjunum og höfuðborgarsvæðinu en hún hætti þegar Sævar fluttist til Þýskalands.
Lag með sveitinni kom út á safnplötunni SATT 3 (1984) en sveitin átti einnig efni á safnsnældunni Snarl 2 (1987).














































