Skörungur [2] (2000-01)

engin mynd tiltækTríóið Skörungur keppti á Músíktilraunum árið 2000 og skilgreindi sig þar sem svartmálmssveit.

Meðlimir sveitarinnar kölluðu sig Achenis Marlock forritara og Sephiroth Sarnaphrab gítarleikara en á sviði tilraunanna höfðu þeir sér til halds og traust kvenmann sem kallaði sig Svartgað og titluð var gjörningameistari Skörungur komst ekki áfram í úrslit keppninnar en sveitin starfaði eitthvað áfram, allavega fram á árið 2001.