
Aðalsteinn Ísfjörð
Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni:
Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og múrarameistari er 68 ára gamall. Aðalsteinn sem er Húsvíkingur, hefur komið víða við á ferli sínum sem harmonikkuleikari, gefið út sólóplötur og í samvinnu við aðra, og leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þar má nefna sveitir eins og Hljómsveit Illuga, Víbra, Húsavíkur-Hauka og GH kvartett en hann hefur ennfremur kennt á harmonikku við Tónlistarskólann á Húsavík og var einn af stofnendum Harmonikkufélags Þingeyinga.














































