Afmælisbörn 20. febrúar 2015

Kristján Viðar Haraldsson

Kristján Viðar Haraldsson

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni:

Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona er 66 ára, hún nam söng við Tónlistarkóla Kópavogs og síðar í Þýskalandi, Ítalíu og Austurríki og þegar hún kom heim að námi loknu hóf hún að kenna söng auk þess að syngja, bæði opinberlega og á plötum. Hún hefur ætíð verið viðloðandi Kór Langholtskirkju þar sem Jón Stefánsson eiginmaður hennar stýrir kórnum en þau höfðu upphaflega verið saman í Hryntríóinu ung að árum.

Kristján Viðar Haraldsson heilari (Viddi Greifi) á stórafmæli á þessum föstudegi en hann er fimmtugur. Viddi hefur verið söngvari og hljómborðsleikari Greifanna frá Húsavík síðan sveitin sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1986 en áður gekk sveitin undir nafninu Special treatment.