
Red house
Blússveitin Red house fór mikinn í blúsdeild skemmtistaða borgarinnar á árunum 1991-93.
Sveitin sem kom fyrst fram vorið 1991 var tríó, skipað Færeyingnum James Olsen trommuleikara, Pétri Kolbeinssyni bassaleikara og Kanadamanninum Georg Grosman söngvara og gítarleikara.
Red house lék mestmegnis á skemmtistaðnum Gikknum við Ármúla en einnig á ýmsum blústengdum samkomum. Örlygur Guðmundsson hljómborðsleikari lék eitthvað með sveitinni undir lokin en hún starfaði til áramót 1992-93.














































