![Náttsól [1]](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2016/08/nc3a1ttsc3b3l-1.jpg?w=300&h=199)
Náttsól
Tríóið Náttsól starfaði um nokkurra mánaða skeið í Vestmannaeyjum árið 1985 og lék þar á öldurhúsunum.
Meðlimir Náttsólar voru þau Sigurrós Ingólfsdóttir söngkona og gítarleikari, Sigurgeir Jónsson söngvari og gítarleikari og Ruth Reginalds söngkona en sú síðast nefnda bjó um tíma í Vestmannaeyjum.
Náttsól starfaði frá því um veturinn og eitthvað fram á sumarið 1985.














































