Útgáfufyrirtækið Alfa beta var rekið af Guðmundi Hauki Jónssyni en hann hafði einmitt á árum áður rekið samnefnda hljómsveit. Alfa beta gaf út plötur á árunum í kringum 1990 og má þar nefna Barnadansa, Allir með, Allir með aftur, Jólaball (endurútgáfa plötu með Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni) og sólóplötur Guðmundar Hauks og Roof tops sem hann starfaði í á árum áður.
Alfa beta gaf einnig út kennslubók í hljómborðsleik eftir Guðmund Hauk, árið 1996.














































