
Bylur
Hljómsveit Bylur starfaði á árunum 1981-86. Sveitin, sem var instrumental band, tók þátt í öðrum Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1983 og komst þar í úrslit.
Bylur lék frá upphafi frumsamið þjóðlagarokk í ætt við það sem fjölmargar enskar sveitir voru að gera um það leyti en síðar bættust einnig við tónlistina djassskotin áhrif.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Jóhann Karlsson trommuleikari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Leó Torfason gítarleikari en þegar sveitin átti lag á safnplötunni SATT 3 árið 1984, var Karl horfinn á braut og Matthías M.D. Hemstock tekinn við trommunum, einnig hafði þá gítarleikarinn Jóhannes G. Snorrason bæst í sveitina. Þá mun Svenni Björgvins (Sveinn Björgvinsson) hafa verið í sveitinni um tíma.
Bylur átti eftir að starfa til ársins 1986 með einhverjum hléum, sveitin kom fram víða í borginni og hélt tónleika af og til og flutti þá iðulega nýtt og frumsamið efni, og þetta sama ár (1986) var sveitin fyrst allra á svið við Arnarhól þegar 200 ára afmæli Reykjavíkur-borgar var fagnað en síðan þá hefur sviðið verið staðsett á þeim stað á dagskrá Menningarnætur,

Bylur í Sigtúni
Árið 1986 átti Bylur annað lag á safnplötunni Skýjaborgir, sem Geimsteinn gaf út en nokkuð mun vera til af hljóðrituðu en óútgefnu efni með sveitinni.
Þess má til gaman geta að lagið Rugl með Byl (sem kom út á safnplötunni SATT 3) var löngu síðar notað sem upphafsstef Næturvaktarinnar hjá Heiðu Eiríks á Rás 2.














































