Hljómsveitin Hvers vegna? úr Hveragerði var starfandi 1983 og keppti það haust í Músíktilraunum Tónabæjar, komst reyndar í úrslit keppninnar.
Meðal meðlima í þessari sveit voru þeir Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari (Á móti sól o.fl.) og Hermann Ólafsson (Lótus o.fl.), ekki er kunnugt um aðra.














































