Tónlistarklúbburinn Jazzþing var félag þingeysks áhugafólks um djasstónlist, starfandi á Húsavík.
Jazzþing var stofnað snemma á árinu 1986 og varð vettvangur djasskvölda af ýmsu tagi en aukinheldur stóð klúbburinn fyrir hvers kyns djasstengdum uppákomum s.s. tónleikum og námskeiðum í djasstónlistarhlustun en hlutverk kórsins var að kynna og breiða út djasstónlistina í héraðinu.
Félagið var nokkuð virkt um tíma og mest voru um á milli fimmtíu og sextíu manns í því, undir því starfaði Léttsveit Húsavíkur og djasskórinn NA 12 en Jazzþing var í samstarfi við tónlistarskólann á staðnum.
Klúbburinn hélt upp á tíu ára afmælið 1996 en síðan virðist sem starfsemin hafi lagst af.














































