Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Nasasjón sem lék á böllum á Seyðisfirði og nágrannasveitum 1973 og 74, jafnvel lengur.
Vitað er að Magnús Einarsson og Eggert Þorleifsson sem síðar voru saman m.a. í Þokkabót, voru í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi hennar væru vel þegnar.














































