Neistar [5] (1994-95)

engin mynd tiltækHljómsveit með þessu nafni var starfandi á Akureyri a.m.k. 1994 og 95 og rataði lag með henni á safnplötuna Sándkurl 2 (1995). Meðlimir sveitarinnar voru Jón Björn Ríkarðsson trommuleikari, Þormóður Aðalbjörnsson söngvari, Aðalsteinn Jóhannsson bassaleikari (Útópía, Stone), Baldvin Ringsted Vignisson gítarleikari og Heimir Freyr Hlöðversson hljómborðsleikari. Neistar eru ýmist sagðir hafa verið stofnaðir upp úr hljómsveitunum Exit eða Tombstone.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina Neista.