Sovkhoz (1991-94)

Sovkhoz á tónleikum í Menntaskólanum við Sund

Sovkhoz var nýbylgjusveit sem starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar en hún var stofnuð árið 1991 í bílskúr við Klambratún undir nafninu Sovkhoz burgers, nafni sveitarinnar var síðar breytt í Sovkhoz.

Meðlimir sveitarinnar voru upphaflega þeir Höskuldur Kári Schram bassaleikari, Heiðar Hafberg gítarleikari, Jónas Hlíðar Vilhelmsson trommuleikari og Sigurður Þórðarson gítarleikari en síðar komu Magnús Axelsson bassaleikari og Ragnheiður Eiríksdóttir söngkona (Heiða – iðulega kennd við Unun) inn í sveitina, Þorlákur Lúðvíksson var einnig söngvari Sovkhoz um tíma.

Sovkhoz lék töluvert opinberlega í miðborg Reykjavíkur sem og í framhaldsskólum á árunum 1991 til 1993, og átti svo tvö lög á safnspólunni Strump í fótinn, sem kom út haustið 1995 en sveitin var þá hætt – hafði líklega hætt 1994.