Tónabræður [6] (1991-2008)

Tónabræður

Lítill kór eða sönghópur (tvöfaldur kvartett) gekk undir nafninu Tónabræður og starfaði að líkindum á árunum 1991-2008. Tónabræður gætu hafa verið stofnaðir að frumkvæði Gunnars H. Stephensen en hópurinn söng við ýmsar athafnir eins og jarðarfarir en einnig við stærri tækifæri eins og á Íslendingahátíð í Svíþjóð 1994 í tilefni af fimmtíu ára afmælis lýðveldisins.

Árið 1992 var hópurinn skipaður þeim Guðmundi Þ. Gíslasyni, Tómasi Sigurbjörnssyni, Böðvari Valtýssyni, Gunnari Stephensen, Guðjóni Halli Hallssyni, Hreiðari Pálmasyni, Guðbjarti Vilhelmssyni og Snjólfi H. Pálmasyni en stjórnandi Tónabræðra var þá Kjartan Sigurjónsson.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þá söngfélaga.