Hljómsveit Ellu Magg (1981)

Hljómsveit Ellu Magg

Hljómsveit Ellu Magg

Hljómsveit Ellu Magg var skammlíf „hljómsveit“ starfandi 1981, sem gerði út á að ganga fram af fólki með hávaðatónlist sinni. Meðlimir sveitarinnar voru Völundur Óskarsson, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson, Þorvar Hafsteinsson, Ásta Ríkharðsdóttir, Hulda H. Hákonardóttir, Hörður Bragason, Finnbogi Pétursson, Jón Steinþórsson (Jón Skuggi) og Ella Magg (Elín Magnúsdóttir). Þorvar og Ella sáu um sönginn en hvergi kemur fram á hvaða hljóðfæri meðlimir sveitarinnar spiluðu en sveitin innihélt m.a. tvo trommuleikara og bassaleikara. Flest var þetta fólk með einhvers konar tengingu við gjörningalistageirann, t.a.m. úr Bruna BB o.fl.