Hljómsveitin Sjúðann kom úr Reykjavík og tók þátt í Músíktilraunum 1992. Hún var þá skipuð þeim Jóhanni G. Númasyni söngvara, Bjarka Rafni Guðmundssyni bassaleikara, Finni Jens Númasyni trommuleikara og Halldóri Viðari Jakobssyni gítarleikara.
Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar.
Hún spilaði þó eitthvað fram eftir vori en síðan hefur ekkert til hennar spurst. Hluti sveitarinnar skaut þó aftur upp kollinum í hljómsveitinni RRR nokkrum árum síðar.














































