Suðvestan hvassviðri (1979-85)

Suðvestan hvassviðri á þaki félagsheimilisins Dalabúðar á þjóðhátíðardaginn 1984

Suðvestan hvassviðri var hljómsveit sem var starfrækt í Búðardal fyrir margt löngu, sveitin var stofnuð árið 1979 og starfaði til ársins 1985. Var gjarnan talað um að skammstöfunin á nafni sveitarinnar væri R.O.K.

Meðlimir Suðvestan hvassviðris voru þeir Friðrik Sturluson gítarleikari, Helgi Björnsson gítarleikari, Sigurður Svansson bassaleikari og Ingþór Óli Thorlacius trommuleikari.