![Tónik[1]](https://glatkistan.com/wp-content/uploads/2014/09/tc3b3nik1.jpg?w=300&h=220)
Tónik sextett og söngvari
Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari.
Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett og þegar líða fór á vorið 1961 var hún einnig auglýst undir nafninu Tónik sextett, sjötti meðlimurinn hefur hugsanlega verið Andrés Ingólfsson saxófónleikari.
Sveitin varð ekki langlíf, spilaði í nokkra mánuði þetta ár.














































