Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega danshljómsveitin Jassinn starfaði í Vestmannaeyjum en hún var þó að minnsta kosti starfandi 1929-34, ein heimild segir hana jafnvel hafa komið fram upphaflega árið 1924 og að meðlimir hennar hafi verið þeir Ingi Kristmannsson píanóleikari, Filippus Árnason trompetleikari, Kristján Kristjánsson mandólínleikari, Aage Nielsen banjó- og mandólínleikari, Árni Árnason fiðluleikari, Jón Ásgeirsson fiðluleikari, Eyjólfur Ottesen trommuleikari, Helmut Stolzenwald banjó- og rmandólínleikari og Alfreð Sturluson banjóleikari. Það þarf vart að taka fram að hún var fyrsta hljómsveit sinnar tegundar í Eyjum, ekki hefur þó verið um eiginlega djasssveit að ræða.
Síðar samanstóð kjarni sveitarinnar af þeim Inga og Eyjólfi, Hafsteini Snorrasyni saxófónleikara og hinum eina sanna Oddgeiri Kristjánssonyni sem var fiðluleikari hennar.
Jassinn lék á mörgum samkomum sem haldnar voru á þessum árum í Vestmannaeyjum, meðal annarra laga flutti sveitin frumsamin lög eftir Oddgeir og má þar til dæmis nefna fyrstu þjóðhátíðarlög hans, og lagið Innocent (eftir púrtvíntegund sem naut vinsælda í Vestmannaeyjum) sem síðar varð landsfrægt undir heitinu Ship-o-hoj.














































