
Jörn Grauengård
Danski gítarleikarinn og hljómsveitarstjórinn Jörn (Jørgen) Grauengård (f. 1921) var íslenskum tónlistaráhugamönnum að góðu kunnur um miðja síðustu öld en hann lék þá undir og stjórnaði hljómsveitum á tugum platna með söng íslenskra söngvara.
Meðal íslenskra söngvara sem störfuðu með Grauengård voru Haukur Morthens, Erla Þorsteins, Ingibjörg Smith og Ragnar Bjarnason en plöturnar voru oftast teknar upp í róðraklúbbi (Roklubben Kvik við Svanemøllen) í Kaupmannahöfn, þar hafði Odeon útgáfufyrirtækið hljóðver. Ekki er að sjá að Grauengård hafi komið með hljómsveit sína nokkru sinni til Íslands í plötuupptökur.
Jörn Grauengård lést 1988.














































