Afmælisbörn 24. nóvember 2022

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Hann er líkast til þekktastur fyrir veru sína í Todmobile sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en hann starfrækti einnig dúettinn Bong. Áður hafði hann verið í sveitum eins og…

Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Smellur [2] [fjölmiðill] (1997-2005)

Tímaritið Smellur (hið síðara) kom út í kringum síðustu aldamót, það var ætlað unglingum og fjallaði um ýmis málefni tengd þeim aldurshópi, og skipaði tónlist þar veigamikinn sess. Smellur hóf að koma út haustið 1997 á vegum Æskunnar en samnefnt tímarit fagnaði þá aldarafmæli og í tilefni af því var ákveðið að bæta hinu nýja…

Smellur [1] [fjölmiðill] (1984-86)

Tímaritið Smellur var tónlistartímarit ætlað ungu fólki og kom út um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Blaðið hafði að geyma blöndu íslensks og erlends efnis, þýddar greinar úr erlendum tónlistartímaritum og svo greinar og viðtöl við íslenskt popptónlistarfólk og hljómsveitir á borð við Grafík, Bubba Morthens, Ragnhildi Gísladóttur, Siggu Beinteins, Eirík…

Stundin okkar [annað] – Efni á plötum

Rannveig og Krummi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan s.f. Útgáfunúmer: HÚ 001 Ár: 1967 1. Nefið mitt er soldið svart 2. Sængin hans krumma 3. Atte katte noa 4. Karólína frænka 5. Siggi fer á fjöll Flytjendur:  Rannveig Jóhannsdóttir – söngur og leikur Krummi Krummason (Sigríður Hannesdóttir) – söngur og leikur Jakob Halldórsson – gítar Jón Kristinn Cortez – bassi Uppáhaldslögin okkar – ýmsir Útgefandi:…

Smellur [2] [fjölmiðill] – Efni á plötum

Smellur – ýmsir Útgefandi: Æskan ehf, Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2002 1. Sign – Hey Ben 2. Kuai – Andsetinn 3. Buff – Vélmennið 4. Spútnik – Stjörnuryk 5. Housebuilders – Time like this 6. BMX – Leysist upp 7. Öngvit – Af hverju? 8. Tvö dónaleg haust – Það læra börnin… 9. Geðveikir –…

Sturlungar [1] (1966-68)

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans. Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson…

Sturla Már Jónsson (1947-)

Sturla Már Jónsson var einn af þeim fjölmörgu ungu tónlistarmönnum sem lagði tónlistina að nokkru leyti fyrir sig á yngri árum en sneri síðan baki við henni og að allt öðrum viðfangsefnum. Sturla Már er fæddur árið 1947 og var aðeins tólf ára gamall þegar hann kom fram og söng dægurlög á miðnæturskemmtun í Austurbæjarbíóið…

Trap – Efni á plötum

Trap – Trap Útgefandi: Trap Útgáfunúmer: TRAP 001 Ár: 2019 1. Time is tight 2. Happy together 3. Storms never last 4. Then I kissed her 5. Black magic woman 6. Út á sjó 7. Thing we said today 8. Rock around the clock 9. Þín innsta þrá 10. Hesta Jói 11. Runaway 12. Last…

Stúdentakórinn [1] (1925-63)

Sú umfjöllun sem hér fer á eftir um hinn svokallaða Stúdentakór er í raun umfjöllun um fjölmarga kóra sem störfuðu innan hins akademíska samfélags stúdenta hér á landi en það kórastarf var langt frá því að vera samfleytt þó svo að svo virðist vera við fyrstu sýn – í sem allra stysta máli mætti halda…

Stuvsuger (1988)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Stuvsuger (Støvsuger) sem lék framsækið rokk og kom fram á tónleikum vorið 1988. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun um hana.

Stürmwandsträume (1996)

Dúettinn Stürmwandsträume af Seltjarnarnesinu var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ágúst Bogason gítarleikari og söngvari og Sverrir Örn Arnarson trommuleikari og söngvari. Þeir félagar komust ekki áfram í úrslit tilraunanna og mun þar helst hafa verið um að kenna hversu fámennir þeir tveir voru með sitt rokk. Þess…

Sturlungar [2] (1979-83)

Hljómsveitin Sturlungar var nokkurs konar systurhljómsveit Mezzoforte um tíma en heimildir eru nokkuð mismunandi um hversu lengi sveitin starfaði, hún mun hafa tekið til starfa árið 1979 en er ýmist sögð hafa starfað til 1980 eða jafnvel til 1983. Meðlimir Sturlunga voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari,…

Stúdentakórinn [3] (1996-97)

Kammerkór undir nafninu Stúdentakórinn virðist hafa verið starfræktur veturinn 1996-97 undir stjórn Hákons Leifssonar og Egils Gunnarssonar en þeir höfðu báðir áður verið stjórnendur Háskólakórsins og var þessi nýi kór skipaður nokkrum fyrrverandi meðlimum þess kórs. Stúdentakórinn starfaði einungis þennan eina vetur sem kammerkór sem fyrr segir, og söng m.a. við messu í Skálholti um…

Afmælisbörn 23. nóvember 2022

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og átta ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og níu ára gamall í dag. Hörður var stofnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann var ennfremur organisti Hallgrímskirkju í áratugi og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Afmælisbörn 21. nóvember 2022

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og sjö ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 20. nóvember 2022

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson er fjörutíu og tveggja ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar…

Afmælisbörn 19. nóvember 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Hér er fyrst nefndur gítarleikarinn Trausti Thorberg en hann lést árið 2021. Trausti (fæddur 1927) lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar sveitar. Trausti…

Afmælisbörn 18. nóvember 2022

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og þriggja ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Um 500 textar bætast við Glatkistuna

Á miðvikudögum er venjan að nýtt efni bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en að þessu sinni er brugðið út af vananum í tilefni af Degi íslenskrar tungu og bætt í textaflóruna í staðinn, yfir fimm hundruð textar af ýmsu tagi hafa þannig bæst við textabanka síðunnar í viðbót við þá tvö þúsund og eitt hundrað sem…

Vögguvísa [8]

Vögguvísa [8] (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Dagurinn dvínar skjótt, dúmjúk er niðdimm nótt sem blítt á barnafjöld breiðir sín rökkutjöld – hvíslar svo sofðu rótt. Mjúkur er koddinn þinn, mjúklega þér á kinn klappar hann pabbi þinn, mamma svo blítt og hljótt býður þér góða nótt. Sofi í sælli ró, sofi…

Svefnpurkusöngur

Svefnpurkusöngur (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Dagurinn á enda er öll við skulum hvílast hér, fljúgum saman inn í dýrleg draumalönd. Blessuð nóttin hlý og hljóð hvíslar okkur vögguljóð, breiðir yfir verur allar verndarhönd. Það er gott að mega kúra sínum kæru vinum hjá þegar kvölda fer og sígur svefn á brá.…

Geispar geispar

Geispar geispar (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Eitt sinn þá var ég ungur sveinn og eitt sinn ég hafði hár. Eitt sinn þá var ég alveg beinn, eitt sinn var hausinn ofsa klár. Eitt sinn á öðrum fæti stóð og einu sinni hlaupið gat. Eitt sinn í öllum pollum óð, eitt sinn…

Draumastrumpur (Think of you)

Draumastrumpur (Think of you) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ó, draumastrumpur minn! Langt inni‘ í kroppnum þar heyri ég hjartað slá. Ég er á toppnum og ofar mun ekki ná. Ef þú ert heima þá kem ég og strumpast með þér. Alein ég var og hver dagur í einsemd rann. Einhvern…

Strumpareif (No limit)

Strumpareif (No limit) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Allir strumpar út á gólf. Nú byrjar reifið. Strumpareifið. Og hver vill ekki vera með. Nú, nú. Já, já. Nú, nú. Já, já. Nú, nú, er það strumpareifið. Nú verður ekki annað á sveimi. Og hver sem er ei mættur, hann má víst…

Strumpafyrirtak

Strumpafyrirtak (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ja, hér hann er stórflinkur. Hvað viltu betra en svo flinkan, fyrirtakskláran og svo frábæran strump. Hringdu – hér er hann. Það eru ekki til betri strumpar en það. Handverksstrumpur, Dúkastrumpur, Píparastrumpur, Handverksstrumpur. Því hann er frábær, fyrirtaks strumpur. Sláðu bara á þráðinn ef það…

Strumpaland

Strumpaland (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Á hugljúfum og heillandi stað smá hús í röð þú víst gætir séð. Þar bláir eru allir svo ánægðir og snjallir. Að koma þangað gleður þitt geð. Þó Fýlustrumpur fúlsi við þér og Fornistrumpur heyri‘ ekki neitt, finnst öðrum strumpmum flestum hreint aldrei nóg af…

Strumpar hér og þar

Strumpar hér og þar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Eins og uppi‘ í tré og oní jörð. Í Suðursveit og við Siglufjörð. Við erum hér og þarna, allir viti það. Við finnum okkur alltaf einhvern góðan stað. Allir. Strumparnir á bæjum, Strumparnir á gæjum, í skjólum og í skotum, hér og…

Söngstrumpurinn

Söngstrumpurinn (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Na-na-na na-na-na Ég syng mitt káta strump. Hér kemur söngstrumpur. (hækka það) Og ég syng og rappa (hækka það) Bara gefið mér tóninn (hækka það) Þá syng ég af list. Er á götu geng ég glaður syng ég lag. Og allir sem heyra það þeir…

Strumpapartý (Beautiful life)

Strumpapartý (Beautiful life) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Gamla settið það fór í helgarferð. Svo komið öll. Ég held partý. Nú skal strumpa í kvöld. Allir strumparnir eiga að mæta. Hér sé stuð. Já. Strumpapartý hjá mér – já. Strumpapartý hjá mér – já. Strumpapartý hjá mér – já. Gos og…

Strumpaparadís (Gangsta’s paradise)

Strumpaparadís (Gangsta‘s paradise) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Mér fannst enn vera nótt og var í ljúfasta lúr en á lappir var dreginn því í skemmtitúr nú strumpaliðið allt vildi æða. Í kór þeir æptu: Strax á fætur nú og burt með slór. Og við eigum uppáhalds strumpaða staði, strendur og…

Fiðlustrumpur

Fiðlustrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Með fiðlu svo káta og fjör í strengjum fyrstur ég mæti af hressum drengjum. Síðan mæta hinir einn af öðrum. Strákarnir allir úti‘ á bekkjum iða af fjöri og kátum hrekkjum. Röltir loks afi, raulandi inn. Rembist við að stilla gítarinn sinn. Svo telur kallinn,…

Strump með þér (Staying alive)

Strump með þér (Staying alive) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Frá, frá, smá og blá, nú er strumpið á. Strump. Látum heyra okkur í. Nú leikum við gömul strumpalög og ný. Spilum á strengi og strumpandi bassa. Einn slær trommur meðan aðrir berja kassa. Ljóðastrump víst langar til að rappa en…

Gruflarastrumpur

Gruflarastrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ég geng í kring um allt sem er og öllum svona hlutum velti fyrir mér. Um hvað og um hvar og um hvernig ég vil kunna sem flest og vita öll skil. Oft leynir svarið sér en ég grufla. Víst orðin geta ýmsu leynt. Og…

Þolfimistrumpur

Þolfimistrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ó, a, hoppa‘ og sveifla sér. Ó, a, sveifla enn meir. Ó, a, strumpa lítið spor, enn á ný og annað til Ó, a, dansa‘ og taka á. Ó, a, taka á meir. Ó, a strumpa lítið spor, enn á ný og annað til. Ef…

Strumpa diskó (Diskó friskó)

Strumpa diskó (Diskó friskó) (Lag & texti: Stefán S. Stefánsson) Strumpa diskó, strumpa diskó. Vorum að opna‘ í kvöld. Strumpa diskó, strumpa diskó. Hér er diskóið við völd. Við höfum: Hæsta klassa‘ af smörtum strumpum, hörundsbláan þjón. Dansbrjálaða strumpa‘ í stuði sem dansa eins og ljón. Bömpað hér á alla kanta eins og vera ber.…

Allir á völlinn

Allir á völlinn (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Allir á völlinn – allir á kreik. Strumpar í stuði – Strumpar í leik. Strumpar á leið út á völl fyrir landsleikinn. Nú verður hlátur og hark. Því við höfum svo hátt. Og hrópum: Skot og mark. Dómarinn flautar og flautar allt loft…

Við erum strumpar

Við erum strumpar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) La la la… Tra l ala… Strumpar í Strumpabæ. Tra la la. Sumir eru gulir en það er utan á. Og ef ég spyr þú svarar að strumpahúð sé blá. En hvaðan vindar blása, það vita ég ei má. En ef ég fæ…

Slúður (Small talk)

Slúður (Small talk) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ég vildi gjarnan geta þess, sem gerðist hér í dag og gær. Því strumpar njóta næsta vel þess nýjasta í slúðri. Í fréttum eitthvað eflaust er, sem alla strumpa hressa má. Og eyrun mín þau ekkert fá jafn indælt og slúður. Slúður. Við…

Klifurstrumpur

Klifurstrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) La la la li l ala … Klifurstrumpur, hann er Klifurstrumpur. Ég þekki lítinn strump sem klifrar kvölds og morgna. Hann klifrar upp í trésins topp, hann hreint er óður. Hann er Klifurstrumpur. Og þreyttur ei hann verður því þannig er hann gerður. Hann strumpast…

Hve bágt ég á

Hve bágt ég á (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ég vaknaði í morgun og vissi bara eitt: Nú væri besta að gera‘ ei neitt en strumpa undir sæng. Því ég fann til í hálsinum og hausinn var með pínu og hnerrar stórir dundu í nefkrílinu mínu. Ég dorma hérna inni, en…

Fjallaferð

Fjallaferð (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Á tindum fjalla sjáum við sólina skína og við segjum þá öll: Nú förum við af stað í kofann fína. Ekkert verður eftir hér. Í fjallakofann farið er. Ekkert bera óþarft má, aðeins dót sem þörf er á. Enginn verður eftir hér. Í fjallakofann farið…

Strumpaleikhús

Strumpaleikhús (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Leikstrumpahópurinn er loks kominn heim eftir leikferð á laugardagskvöldið opna leikhúsin á ný eftir kvöldverð. Hjá strumpum er aðsóknin oftast nær í glens og gaman. Þá hrífast þeir allir og hlæja líka dátt að öllu saman. Da, da, da… Strumpaleikhús Da, da, da… Strumpaleikhús Hjá…

Rokkstrumpur

Rokkstrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Við rokkstrump enginn ræður hér, hann rokkar sama hvar hann er. Sumum þykir‘ hann hafa hátt og hrópa: þetta nær ei neinni átt. Hann rokkar strax og rumskað fær, því rokkið hann fyllir frá hvirfli‘ ofan‘ í tær. Við rokkstrump enginn ræður vel, þeim rosknu…

Gullstrumpur

Gullstrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Við komum hér að sjá gullstrump vinna. Nú slær hann met það dugar ei minna. Við komum hér að sjá gullstrump vinna. Hans sigurvon er betri‘ en hinna. Hann tekur sprettinn nú og hleypur svo hratt og létt og kemur í mark á meti, það…

Bláir skautar

Bláir skautar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Strumpið er kátt. Þú strumpa þér mátt í strumpaða átt. Komdu til Strumpalands. Veturinn ei óttumst við hér. Við eigum bláa skauta. Vaskir strumpar í vetrarsnjó. Sé þér kalt þá eigum við úlpa og skó. Í strumpaleikjum stundin er ekki löng. Á fætur með…

Brettastrumpur (Krókurinn)

Brettastrumpur (Krókurinn) (Lag / texti: Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson / Jónas Friðrik Guðnason) Hey. Já. Komdu nú og gerðu rósir gamli seigur. Eða máttu kannski ekki vera úti? Það er kominn tími á svona sýningu. Hver er smá kaldur? Hver er smá-blá-kaldur? Þeir sögðu að þú væri allra bestur af þeim bláu. En það…

Læknisstrumpur

Læknisstrumpur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Loks kemur læknisstrumpurinn. Nú er hausinn hreint að springa. Flensa og kvef er fjarska vont fyrir svona strumpalinga. Ó – ó – ó … Hér kemur læknisstrumpur loks og hann læknað oftast getur, alla þessa kvöl sem af og til angrar lítil strumpatetur. Þegar kvöl…