Baphomet (1991-93)

Baphomet

Hljómsveitin Baphomet var ein þeirra sveita sem tók þátt í dauðarokksvakningunni upp úr 1990 og var mjög atkvæðamikil norðan heiða. Sveitin kom frá Akureyri og var líklega stofnuð 1991, hún spilaði nokkur norðanlands það ár.

Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992, þá skipuð þeim Agnari Hólm Daníelssyni söngvara og bassaleikara, Viðari Sigmundssyni gítarleikara og Páli Gísla Ásgeirssyni trommuleikara. Sveitin komst í úrslit tilraunanna en vann þó ekki til verðlauna þótt vel gengi. Sveinn Ríkharður Jóelsson kom inn í hana sem annar gítarleikari um tíma.

Baphomet var enn starfandi 1993 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi hún starfaði, til stóð að sveitin yrði með á Apocalypse safnplötunni en af því varð ekki vegna tímaskorts.