Funkhouse (1991)

engin mynd tiltækHljómsveitin Funkhouse frá Borgarnesi var starfrækt 1991, sveitin tók það árið þátt í Músíktilraunum en komst þó ekki í úrslit þeirrar keppni.
Meðlimir sveitarinnar voru Sigurdór Guðmundsson bassaleikari, Óskar Viekko Brandsson gítarleikari, Guðveig Anna Eyglóardóttir söngkona og Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari.

Sveitin virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunirnar.